Skírnir - 01.01.1959, Qupperneq 103
Skírnir
Tvær bænarskrár um Alþingi
99
Orla Lehmanns. Það var þeirra tíma tízka að fá stúdentana
til að vera fánabera fyrir flestum nýmælum, og það hefir
áreiðanlega beint athygli þeirra að stjórnmálum og stjórn-
málanýjungum. Lehmann hoðaði til fundar á d’Angleterre,
og var þar samþykkt eftir harðar umræður að biðja hinn nýja
konung að veita Danmörku álíka frjálslega stjórnarskrá og
hann hafði áður veitt Noregi. Sendinefnd var valin, og var
Lehmann fyrirliði hennar. — En svar konungs var í sam-
ræmi við yfirlýsingu þá, sem haim hafði gefið, er hann tók
við völdum, að hann mundi gera þær umbætur, sem hann
teldi, að reynslan benti tíl, að myndu vera þjóðinni til heilla,
og stéttaþingin væru nægilega stórt spor í þá átt, að þjóðin
fengi hlutdeild í landsstjórninni.
Islendingar í Höfn efndu einnig til fundahalda, en ekki er
vitað, hver þar átti upptökin. Finnur Magnússon prófessor
var þar með í ráðum, og var fundur haldinn 11. des. Var þar
samþykkt að semja ávarp, sem kommgi yrði fært af nefnd,
sem til þess var kjörin.
Ávarpið var undirritað af flestum íslenzku stúdentunum í
Höfn, og auk þeirra undirrituðu það kaupmenn og aðrir Is-
lendingar, sem voru í borginni. Ásamt heillaóskum til kon-
ungs tjáði ávarpið óskir og vonir undirritaðra um, að verzl-
unarfrelsi á fslandi yrði eflt og vemdað af kommgi, skólinn
bættur, prestsefnum gefinn kostur á betri og hagkvæmari
kennslu og læknum fjölgað. Að lokum segir í ávarpinu, að
reyndir og skynsamir fslendingar ættu í landinu sjálfu að
ráðgast um málefni þjóðarinnar.
Konimgur tók þessari málaleitan mjög vel, kvaðst skyldu
bera hag íslendinga fyrir brjósti og kvað það mundu gleðja
sig að geta eflt velgengni þeirra. Hann talaði einnig um það,
að ísland væri merkileg ey vegna sagnrita sinna, og að end-
ingu talaði hann um, að Friðrik erfðaprins, sonur sinn, væri
mjög hlynntur málefniun íslands.
íslenzku stúdentamir í Höfn létu ekki við það sitja að segja
konungi álit sitt á þingmálum íslendinga, og næsta skrefið
var að kynna afstöðu sína í blöðunum, en þar sem ritfrelsi
var takmarkað og allt, sem miðaði að auknu þingræði, í litl-