Skírnir - 01.01.1959, Síða 106
102
Aðalgeir ICristjánsson
Skímir
erinu og vann í skrifstofunni, sem fór með Islandsmál, svo
að honum hlaut að vera flestum íslendingum betur kunnugt,
hvemig stjórnin hugðist skipa málum íslendinga.
Kristján konungur VIII skipar hefðarsæti í sögu íslands.
20. maí 1840 birti hann úrskurð sinn um þingmál íslands,
sem hljóðaði upp á hað, að kansellíið leitaði álits emhættis-
mannafundarins í Reykjavík: hvort ekki mundi vel til fallið
að setja ráðgjafarþing á íslandi, og þetta þing skyldi starfa
eins og dönsku stéttaþingin, en einkum leggur konungur
áherzlu á, hvort ekki sé réttast að nefna fulltrúaþingið Alþing
og hafa það á Þingvelli eins og Alþing hið foma og sníða það
eftir því eins mikið og verða má. En fyrst um sinn skuli Is-
lendingar senda fulltrúa á þing Eydana.
Mikill varð fögnuður þeirra, sem sent höfðu bænarskrána
til konungs. Þeir sendu nefnd á fund konungs til að þakka
honum fyrir, og Brynjólfur Pétursson, sem ritaði Skírni þetta
ár, sagði, að þetta væri merkilegasti úrskurður, sem Danakon-
ungur hefði kveðið upp, síðan verzlunin var gefin frjáls 1787.
Nú hófst nýr þáttur í lífi íslenzku stúdentanna í Höfn.
Árið 1839 stofnuðu þeir Konráð og Brynjólfur félag til að
halda áfram ársritinu Fjölni, en ekki kom Fjölnir þó út næstu
árin, svo sem kunnugt er. En félagsmenn héldu þó með sér
fundi á viknamótum. Haustið 1840 átti þó að láta til skarar
skríða. Jón Sigurðsson gekk í félagið fyrir atbeina Brynjólfs
Péturssonar, en gekk úr því vegna ágreinings um nafn rits-
ins og lög félagsins, og fylgdi honum 5 manna sveit. Þetta
varð þeim Jóni og Fjölnismönnum að hálfgerðmn vinslitum,
og við þetta bættist, að ágreiningur varð milli Jóns og Fjölnis-
manna um þingstaðinn, enda tókst ekki að sameina ritin, þó
að Brynjólfur gerði tilraunir til þess að sameina þau fáum
árum seinna.
tJrskurður konungs er nokkur ráðgáta. Eins og áður er
getið, höfðu stjómardeildirnar fjallað um þingmálin í upphafi
árs 1840 og þá verið mótfallnar sérstöku þingi á Islandi, en
skömmu síðar birti konungur úrskurð sinn, sem var gagn-
stæður áliti stjórnardeildanna, en yfirleitt hrutu úrskurðir
hans ekki í bága við þær. Ekki er það minni furða, þegar þess