Skírnir - 01.01.1959, Side 109
Skirnir
Tvær bænarskrár um Alþingi
105
Hann samdi nýtt frumvarp, þar sem eignarskilyrðin voru
lækkuð niður í 5 hundruð og tvöfaldar (óbeinar) kosningar
teknar upp. Páll sendi síðan stiftamtmanni frumvarpið, en
hann bar það undir þá fundarmenn, sem hann náði til, en
þeir fylgdu frumvarpi fundarins sem áður.
Þess var mjög að vænta, að dönsku stjórnardeildimar
mundu ekki hreyfa mikið við tillögum embættismannanefnd-
arinnar. Kansellíið sendi rentukammerinu bréf 24. febr. 1842
og leitaði álits þess um 4 atriði:7) 1) Um álit þess á Alþingis-
málinu, 2) um uppkastið að tilskipuninni varðandi tilhögun
slíkrar samkomu, og 3) tillögur Páls Melsteðs varðandi breyt-
ingar á kosningaskipulagi því, sem embættismannasamkoman
hafði gjört uppkast að, og 4) bréf stiftamtmanns, sem fylgdi
þessum breytingartillögum. Síðan var rentukammerið beðið
um að segja álit sitt á málinu í heild og svo hinni fjárhags-
legu hlið þess.
Svarbréf rentukammersins er dagsett 10. maí 1842.8) Og
þar kveður mjög við nýr tónn, en greinargerð bréfsins hefst
á þessa leið: Det efter vor Formening allervigtigste Punct i
denne Sag angaaer Maaden, hvorpaa Valgene af fomævnte
raadgivende Forsamlings Medlemmer rigtigst kunne være at
ordne, eftersom det væsentligen vil beroe derpaa, ikke alene
hvorvidt selve Institutionens Indförelse vil hos Islændere möde
den almindelige Interesse, som vistnok maa önskes, men og-
saa hvorvidt det er at haabe, at Forsamlingen kan sikkres de
dygtigste Medlemmer. Men just i denne Henseende fore-
kommer det os, at der i det indsendte Udkast til den paa-
tænkte nye Anordning, ved hvis Udarbeidelse man har be-
stræbt sig for saavidt muligt, at læmpe Forslagene efter For-
ordningen af 15. Mai 1834 angaaende Provindsial-Stændernes
Indretning i Danmark, er alt for lidet blevet taget Hensyn til
Islands særegne Forhold.“ Því næst er vikið að öllum þeim
annmörkum, sem því eru samfara að hafa farið svo mjög eftir
tilskipuninni frá 15. maí 1834. I sambandi við þetta hallaðist
rentukammerið helzt að því, að bezt væri að fella niður hin
raunverulegu skilyrði fyrir kosningarétti og létta með því
kosningastarfið og draga stórlega úr kostnaðinum, en taka í