Skírnir - 01.01.1959, Side 111
Skírnir
Tvær bænarskrár uni Alþingi
107
á fréttum frá Hróarskelduþingi og undirbúning undir það
starf. Um hitt brestur heimildir, hvort það hefir verið fyrir
tilstilli fundarins, að Brynjólfur Pétursson fór á fund eins af
þingmönnunum, Balthazars Christensens, á laun og fræddi
hann um þær umbætur, sem hann vildi láta gera við Alþingis-
frumvarpið, en hann segir frá þessu í bréfi til Jóns, bróður
síns, dagsettu 28. sept. 1842:9)
„Það eru ekkji néínar nílundur að skrifa hjeðan, sem merki-
legar sje. Það helsta væri af alþingismálinu okkar Islendinga
úr Hróarskjeldu. Þú þekkjir það að nokkn.1 leíti af nefndar-
tíðindunum þeím í vor; og vissir hvað „slavisk“ nefndin
heima hafði filgt því sem hjer er. Jeg fór í Christensen á laun
og fræddi hann um það sem mjer þótti þurfa. Stakk hann
uppá þeím endurbótum: að alþingismennirnir irði fleiri, að
talað irði allt á íslendsku, að þingdirunum væri ekkji lokað.
Aptur hafði hann ekkji áræði til að stinga uppá að allri kjör-
skipaninni væri breitt. Christensen stóð so að seigja einn uppi
með þetta mál. Þá stakk jeg uppá við Jón Sigurðsson að fá
Islendinga til að skrifa Chr. til þakklætisbrjef. Því varð fram-
geíngt, við gjörðum það, og auglístum í því trúarjátningu
okkar um alþingi, sem öll var bigð á vilja blessaðs konungsins.
Við Jón vórum sendir með brjefið til Hróarskjeldu og annað
til fulltrúa okkar ísl. Töluðum við þar við marga menn, og
Resultatet af öllu varð, að Christ. uppástunga um málið og
sii um Offentligheden sigraði, sú um alþingismannatöluna
varð undir. Lehmanns uppástunga gjekk principaliter í gjegn;
en sú var að frumvarp það, sem nefndin hefði búið til kjæmi
út „som provisorisk Lov“, eínungis til að verða borið undir
firsta alþingi. En nú sjer þú þá að mikjið eða allt er komið und-
ir firsta alþingi. Ef nú stjórnin fer eptir þessari aðalbón full-
trúanna í Hróarsk: enn lætur ekkji verða nema 20 jarðeig-
endur í þinginu, allt so að seigja fara fram á dönsku og inn-
an luktra dira, gjetur maður valla búist við goðum endurbót-
um á aðalfrumvarpi nefndarinnar, nema því betri andi sje
í fyrsta alþingji og því verði vel hjálpað með ritum. Jeg veit
ekkji hvurt aðrir hefði gjert það öllu betur enn jeg. En það
er ekkji um að tala. Jeg hef aungvan tíma til þess, þar sem