Skírnir - 01.01.1959, Síða 112
108
Aðalgeir Kristjánsson
Skírnir
jeg verð að reína til að berjast firir að uppihalda lífinu.“
Alþingismálið var aftur tekið til umræðu á 39. fundi
þingsins 24. ágúst. Islenzku nefndarmennirnir vildu þá gera
nokkrar breytingar, en konungsfulltrúinn tók lítt í það.
Þá kvaddi Balthazar Christensen sér hljóðs og hélt snjalla
ræðu, þar sem hann réðst á frumvarp embættismannafund-
arins, sem kansellíið hafði sniðið frumvarp sitt eftir. Hann
var að vísu samþykkur því, að fyrsta Alþingi gæti breytt lög-
unum um skipulag Alþingis, en þrátt fyrir það vildi hann,
að Hróarskelduþing reyndi að koma þinginu eins vel á fót
og hægt væri. Síðan stakk hann upp á þeim breytingum, að
kjördæmakjörnum þingmönnum yrði fjölgað úr 20 upp í 42,
þannig að kjömir væru 1, 2 eða 3 eftir því, hve kjördæmin
væm fjölmenn, og leiguliðum veittur kosningaréttur og kjör-
gengi. Að síðustu lagði hann til, að þingið yrði haldið á Þing-
völlum fyrir opnum dyrum og engin tunga töluð nema ís-
lenzka á þinginu.
Það leynir sér ekki, að það er stefna Fjölnismanna, sem
Christensen túlkaði í þessari ræðu sinni, og í umræðunum,
sem urðu um málið á eftir, tóku þeir Orla Lehmann og J. A.
Hansen í sama strenginn, en aðrir ræðumenn voru þeim
andvígir, þó var Grímur Jónsson ekki með öllu mótfallinn
fjölgun þingmanna, en hann óttaðist, að slíkt mundi hafa
aukinn kostnað í för með sér.
Þegar fregnin um frammistöðu Christensens barst til Hafn-
ar, stakk Brynjólfur upp á því við Jón Sigurðsson, að hann
fengi Islendinga til að senda Christensen þakkarbréf. Jón lét
boða til fundar, og var hann haldinn 6. sept. Þar var samið
þakkarbréf til Christensens og annað bréf til Finns og Gríms,
þar sem skorað var á þá að fylgja sem fastast fram tillögum
Christensens. 8. sept. fóru þeir Jón og Brynjólfur með bréfin
til Hróarskeldu og ræddu þar við marga menn sama daginn
og lokaumræðan og atkvæðagreiðslan fór fram.
Þegar lokaumræðumar hófust, lágu fyrir breytingartillög-
ur frá Christensen, sem hljóðuðu svo, að þingmönnum yrði
fjölgað, íslenzka yrði eingöngu töluð á þinginu og öllum
heimilt að hlýða á það, sem fram færi á þinginu. Frá Orla