Skírnir - 01.01.1959, Qupperneq 114
110
Aðalgeir Kristjánsson
Skímir
lítill fyrir sjálft málefnið, enn báða okkur fulltrúana gjörir
hún sanuarlega að einskonar pólitískum Píslarvottum. Hefð-
um við fengið þau tilmæli og skilríki sem B. Chr. fékk, áður
en við fórum til Hróarskeldu, eða litlu síðar, mundi útfallið
hafa orðið allt annað, — enn nú tjáir ekki að iðrast! Þér
getið nærri að eg í dag er ýrður og í illu skapi enn samt
er eg ávallt
yðar einlægur vinur og heiðrari,
F Magnússon"
Það er að sjálfsögðu nokkur ráðgáta, af hverju Brynjólfur
ræddi ekki við fulltrúa Islendinga um þær breytingar, sem
Christensen kom fram með, og sú skoðun er líklegust, að
Brynjólfur hafi ekki álitið, að þeir mundu vilja verða flutn-
ingsmenn þeirra, og raunar er svo að sjá, sem augu þeirra
Gríms og Finns hafi fyrst lokizt upp, er þeir heyrðu mál-
flutning Christensens og þeir Jón og Brynjólfur höfðu talað
við þá daginn, sem lokaumræðumar fóm fram. Svo er jafn-
vel að skilja orð Brynjólfs í bréfinu, sem hann hafi farið þess
á leit við B. Christensen, að allri þingskipaninni yrði breytt.
tJrslit atkvæðagreiðslunnar sýna raunar, að þeir Jón og Brynj-
ólfur hafa ásamt Christensen unnið tillögum símnn mikið fylgi
á þinginu, enda segir Brynjólfm- í bréfinu, sem áður er vitnað
til, að þeir hafi talað við marga menn.
Nú fór senn að líða að lokaþætti þessa máls. Kansellíið
dró þó að láta ganga frá því. 26. nóv. 1842 skrifaði kanselliið
rentukammerinu enn um málið og leitaði álits þess um þær
breytingartillögur, sem komið hefðu fram á Hróarskelduþingi
um Alþingisfrumvarpið.11) Rentukammerið svaraði 14. janúar
og var fylgjandi þeim breytingartillögum, sem þar höfðu kom-
ið fram. Nú átti kansellíið ekki annað eftir en að segja sitt
seinasta orð. Einhvem veginn höfðu íslenzku stúdentamir í
Höfn komizt á snoðir inn, að úrskurður kansellísins mundi
ekki vera eftir þeirra höfði, og er sennilegt, að Brynjólfur
hafi þar bezt mátt vita, hvað fram fór innan veggja kansell-
ísins. Febrúarmánuður fór mestallur í fundahöld og ráða-
gerðir um, hvað gera skyldi til að fá frumvarpi kansellísins