Skírnir - 01.01.1959, Side 116
112
Aðalgeir Kristjánsson
Skímir
með djúpustu lotningu hið inniligasta þakklæti fósturjarðar
vorrar með bréfi þessu fyrir þessa ena sömu sann-konúng-
ligu gjöf; vér erum að öllu sannfærðir um, segjum vér, að vér
tölum eptir hjarta sérhvers Íslendíngs, sem mentaður er og
hefir ást á fósturjörð sinni þegar vér flytjum slikt eyrindi.
En þess þykjumst vér og einnig fullvissir, að fyrst íslend-
ingum hefir nú, fyrir göfuglynda umhyggju ens vitrasta höfð-
ingja og ágætasta, hlotnazt að fá alþíng aptur, er bæði á og
murt vekja þjóðina til lífs á ný, og endurfæða hana til dáðar
og dugnaðar, þá er jafnframt ósk þjóðarinnar, að þinginu
mætti verða svo fyrirkomið þegar í upphafi, að það yrði öll-
um þeim kostum búið, og mætti njóta alls þess frelsis sem
með nokkru móti má við koma. Vér fáum ekki dulizt þess,
að vér óttumst að hinn mildiligi tilgángur Yðar konúngligrar
Hátignar hafi verið misskilinn í einstökum atriðum, og sum-
um mjög merkiligum, af hendi þeirra sem samið hafa hið
fyrsta frumvarp til lögmáls þess sem í vændum er um alþing
á Islandi, og satt er það að margur maður á Islandi er um
það á sama máli og vér, enda hefir og lögstjórnarráð Yðar Há-
tignar viðurkennt, að sumt í frumvarpinu mundi eigi vera
svo viðfeldið Islandi sem óskanda væri, einkum að því er
kosningarlögin snertir. Og þareð vér höfum allir brennheita
ást á enni öldruðu hátypptu móðureyju vorri, höfum vér
allir safnazt í góðum hug og með föstu þegnsamligu trausti
á viturleik og mildi Yðar konúngligrar Hátignar, til að rann-
saka gaumgæfiliga og ráðgast um hin merkiligustu atriði í
þessu máli, sem einnig voru tekin til ráðagjörðar og breyt-
íngaratkvæða á enu siðasta þingi í Hróarskeldu.
Vér vogum alls ekki að mæða Yðar konúngliga Hátign
með því, að bera fram öll þau atriði, smá og stór, sem vér
vildum æskja að breytt væri í frumvarpi alþíngislaganna, og
sem reynslan mundi sýna að breyta þarf; atriði þessi eru
bæði lítilfjörligri í sjálfum sér en þau, sem vér nú berum
fram, og þaraðauki erum vér þess fullvissir, að þau muni
verða lagfærð á alþingi sjálfu.
En þau atriði sem vér nú flýjum um til Yðar konúngligrar