Skírnir - 01.01.1959, Page 117
Skírnir
Tvær bænarskrár um Alþingi
113
náðar, og biðjum inniliga og auðmjukliga að lagfærð verði á
undan enum fyrsta fundi á alþingi eru þessi:
1., Biðjiun vér, að Yðar konúngligri Hátign mætti þókn-
ast að veita frjálsa kjörgengi til alþíngis. Hverr sá, sem þekkir
ásigkomulag á fslandi, verður að játa, að allar þær ástæður
sem til eru færðar í sumum öðrum löndum af mismun stétta,
auðs og mentunar, til að takmarka kjörgengina, eiga sér alls
ekki stað á íslandi, og má fullyrða, að þar sé ekkert auðkenni
til, sem einskorða megi við fulltrúakosningar, nema traust
kjósenda einúngis, þegar undan eru skildir eiginligleikar þeir,
sem vér alls ekki viljum breytt hafa, að menn sé fullveðja
að aldri og sjálfráðir sín og eigna sinna, einsog frumvarpið
tiltekur í 4du greinar 1 og 3ðja atriði og 5tu greinar 1, 2, 4
og 5ta atriði. Vér vogum einnig að fullyrða, að öllum þorra
manna á fslandi muni þykja það bágt, að fullveðja mönnum
sé bægt frá rétti þeim sem þeim þykir hverr frjáls maður
hafa til að kjósa fulltrúa, en hitt mundi þeim þykja með öllu
óviðurkvæmiligt, að banna mönnum að þiggja traust með-
bræðra sinna til að tala máli þeirra og alls landsins þar sem
mest ríður á, einkum meðan menn vita varla hvar fulltrúa-
efni er að finna; mundi tilfinníng þessi verða því næmari,
og skaðameiri þínginu og landinu, sem alls ekki þarf að gjöra
ráð fyrir að fslendíngar kysi aðra enn efnaða menn og bú-
fasta, nema hæfiligri þætti öllum öðrum sem þeir þekkti, en
fengi þeir ekki að kjósa slíka menn laganna vegna, mundi það
olla megnrar óánægju, einkrnn þareð takmörkun með slík-
um hætti hefir ekki verið á íslandi síðan landið bygðist, því
jafnan mátti kjósa til lögréttumanna á alþíngi hvem búfast-
an mann er vildi, bæði fyrr og síðar um 900 ár nærfelt. Slík
óánægja mundi grafa mjög háskahga um sig á íslandi, annað-
hvort á þann hátt, að þingið sviptist trausti þjóðarinnar, eður
að menn leituðu sér færis að fara utanvið lögin, og er hvort-
tveggja svo skaðligt, einkum eins og þar stendur á, að mikils
væri til kostanda að þvi yrði bægt frá, en þar sjáum vér þetta
eitt ráð svo einhlýtt, að duga mun að fullu og öllu, og þarað-
auki einfalt og kostnaðarlaust, þar sem allri takmörkun kjör-
genginnar fylgir óhægð, umstáng og kostnaður sem ekki sér
8