Skírnir - 01.01.1959, Qupperneq 118
114
Aðalgeir Kristjánsson
Skírair
fyrir enda á, einkum þegar semja skal kjörskrár og senda um
mikin hluta lands, einsog nefnd enna íslenzku embættismanna
hefir ljósliga sýnt og sannaS. Lögstjómarráð Yðar, Herra!
hefir getið þess, að þau vandkvæði yrði á frjálsri kjörgengi
um allt land, að sami maður mundi verða kosinn á mörgum
stöðum ef til vildi, en slíku er ekki mjög að gjöra ráð fyrir
á íslandi, þar sem héruð eru svo feykiliga stór og strjál-
bygð, og samgaungur milli þeirra litlar, en þjóðlíf allt mjög
dauft, einsog stjómarráðið hefir sjálft sagt, og satt er; er þar
helzt ráð fyrir að gjöra að enginn kjósi utan-héraðsmann
nema hann sé framúrskarandi að einhverjum þeim kostum
sem mest þarf við. — Nefnd enna íslenzku embættismanna
í Reykjavík hefir einnig verið fastari á þessu atriði enn
nokkru öðru, því hún hefir þegar í upphafi sagt bemm
orðum, að eina ástæðan til þess að hafa bundna kjörgengi
væri sú, að svo væri háttað í Danmörku, og þegar Melsteð
kammerráð sendi fmmvarp sitt, sem ákveður frjálsa kjör-
gengi með tvöföldum kosníngum, þá féllust á það allir þeir
fimm nefndarmenn, sem það sáu, en kváðu hið fyrra fmm-
varp þó mundu verða að eins miklum notum ef kjörgengi
yrði gjörS frjáls; dirfumst vér að skírskota til bréfs þess,
sem stiptamtmaðurinn á Islandi hefir ritað enu danska lög-
stjórnarráði með fmmvarpi þessu sem nú var getið. Eptir
því sem fulltrúi Yðar Hátignar hefir sagt í Hróarskeldu, hef-
ir og einnig rentukammerið fallizt á fmmvarp Melsteðs, og
um leið á að kjörgengin yrði frjáls.
Um kosníngarréttinn munu flestir játa sem kunnugir em
á íslandi, að fasteign sé óhæfiligur grundvöllur hans, og að
skiptitíundin verði hið nátturligasta takmark hans meðan svo
er ástatt sem nú er; er það einkum vegna ófullkomligleika
jarðabókanna, og þaraðauki vegna þess hversu eignum hagar
á Islandi, að jarðeign er þar hvorki vottur meiri auðs, né
dugnaðar, né neinna mannkosta framar enn lausafé. Þetta
hefir og sjálf hin íslenzka nefnd játað, og Melsteð kammer-
ráð einkanliga, þar sem hann hefir að öllu sleppt fasteignar-
kröfunni, en síðan nokkrir af enum dugligustu og kunnug-
ustu fulltrúum í Hróarskeldu og konungsfulltrúinn sjálfur.