Skírnir - 01.01.1959, Side 119
Skírnir
Tvær bænarskrár um Alþingi
115
En þareð vér vonum, að alþíng sjálft muni lagfæra þetta, og
það má heita í sæmiligu horfi, ef frjáls kjörgengi verður veitt
og rífkun sú sem vér nú þegar munum dirfast að nefna, og
enn þareð slík breyting mundi, ef til vildi, dvelja samkomu
ens fyrsta alþíngis, þá dirfumst vér ekki að biðja þess, en vér
biðjum þess aðeins auðmjúkhga og inniliga, að rífkun sú sem
minni hluti nefndarinnar í Hróarskeldu stakk uppá, og færði
gyld rök til, mætti verða veitt náðarsamliga, með þeirri einni
breytíngu, að jafnt verði heimt af leiguliðum og eigendum,
það er 10 hundruð af hverjum. Vér dirfumst að geta þess hér,
að verði ekki þessi rífkun eða meiri gjörð á Vestmannaeyjum,
verður þaðan einginn fulltrúi kjörinn; þar er engin jörð met-
in til hundraðatals, enginn er þar sjálfseignarmaður og eng-
inn leiguliði sem geldur svo mikið að nemi 20 hundraða leigu,
og fáir svo, að nemi 10 hundraða leigu í jörðu; yrði nú prest-
urinn ekki heldur tekinn til kosnínga, þá yrði að eins tveir
kaupmenn eða umboðsmenn þeirra sem kjósa mætti; er þá
auðséð að slík kosning væri harla fánýt, og mundi bezt að
hún biði með öllu.
2., Biðjum vér að Yðar konúngligri Hátign mætti þóknast
að veita, að 42 fulltrúar þjóðkosnir fái setu á alþíngi, auk
þeirra 6 sem konúngi er ætlað að nefna. Vér dirfumst um
það efni að minnast alþíngis ens forna, sem Yðar konúnglig
Hátign hefir sjálfur svo spakliga og náðarsamliga bent oss
til; og jafnframt getum vér þess, að það er hverjum auðsætt,
að þíngið verður bæði tignarligra og vinsælla þjóðinni ef það
verður þannig skipað; þaraðauki getur það afkastað meiru,
einkrnn í nefndunum, á svo stuttum tíma sem því er ætl-
aður. Þetta er ennfremur bæði einfalt og einhlýtt ráð til að
bæta úr þeim enum mikla ójafnaði, sem nú er á, að kjörþíng
með 300 og 600 innbúa kjósa fulltrúa jöfnum höndum með
þeim héruðum sem 5000 manna búa í, sem hafa margbreytt-
ari atvinnuvegi enn hin fyrri. Þá má og gjöra ráð fyrir að
sumir fulltrúar geti ekki sótt þíng, og sumir tefjast frá eða
fatlist með ymsu móti, og má þíngið þá verða svo fámennt
að varla verði þíng að kalla, þar ekki verður auðið að kalla
til varafulltrúa nema við og við, en þegar þíng er fjölmenn-