Skírnir - 01.01.1959, Side 120
116
Aðalgeir Kristjánsson
Skimir
ara skipað þá verður það og fjölmennara hvemig sem fer.
Það vitum vér og, að það er einmitt að skapi flestra lands-
manna að þíng verði fjölskipaðra enn ætlað hefir verið, og
hafa margir fundið það að frumvarpinu, að þíngið væri stofn-
að svo fámennt; þeir menn sem ritað hafa um alþíng hafa
og verið samdóma um, að fulltrúar ætti að vera fleiri enn
frumvarpið tiltekur.
3., Vér biðjum Yðar konúngliga Hátign auðmjúkliga og
inniliga, að þér viljið voldugliga styðja oss til að vemda móð-
urmál vort, móðurmál allra norðurlanda, móðurmál frægð-
arinnar og enna fornu kappa sem frægir eru um alian heim.
Vér biðjum ekki þessa af hégómagirnd heldur af enni sterk-
ustu nauðsyn, og einkum biðjum vér þess vegna alþíngis. Vér
þurfum ekki að skíra Yðar konúngligri Hátign frá, að allt
hafi farið fram á íslenzku á enu foma alþíngi; vér þurfum
ekki að skíra frá, að hin helzta undirstaða alþíngis er móður-
málið; vér þurfum ekki að skíra frá, að svo örfáir danskir
menn em á Islandi, að það væri óheyrt í nokkru Landi að
svo fáir menn hér og hvar um iand fái slíkan rétt; vér þurf-
um ekki að skíra frá, að hver danskur maður að kyni eður
uppmna er IsLendingum eins kærr og velkominn á þínginu
einsog Isiendíngur, þegar hann er færr í máiinu. Vér dirf-
umst einúngis að geta þess, að til þíngs verða án aiis efa
kosnir þeir menn flestir sem ekkert orð skilja í dönsku, þegar
talað er, og mundi þaraf koma slík óskipan, að alls ekki yrði
úr bætt, að vér ei nefnum spilli ens stutta tíma sem þinginu
er ætlaður, og óþokka þann sem af slíku mundi rísa meðal
landsmanna og ónýta þingið á fám ámm. Þess dirfumst vér
og að geta, að jafnvel á þingi vorra dönsku bræðra í Hróars-
keldu vom svo margir sannfærðir um atriði þetta, að það
sigraði með atkvæðamun. En allrasízt ætti, eptir meiri hlut-
ans þegnsamligri ætlun, fulltrúi konúngsins að mæla á danska
túngu, þareð starf hans og viðskipti við þíngmenn eru svo
margháttuð, og verða varla af hendi leyst svo vel fari nema
af þeím manni sem bæði er kunnugur landinu og þjóðinni
og færr í málinu; enda vonum vér og, að jafnan verði ein-
hverr sá Islendingur uppi sem trúanda væri fyrir þessu starfi.