Skírnir - 01.01.1959, Page 121
Skírnir
Tvær bænarskrár um Alþingi
117
4., Þess biðjum vér að síðustu auðmjúkliga og inniliga,
allir i einu hljóSi, að Yðar konúngligri Hátign mætti þóknast
að veita, að allt færi fram á alþíngi í heyranda hljóði. Þessi
ósk er inngróin þjóðinni, því henni hefir aldrei verið hnekkt
að neinu um 900 ára meðan alþíng hið foma stóð, og muna
það margir enn í dag og kunna frá að segja. Þess er og að
gæta, að eptir því sem nefndin hin íslenzka hefir sagt verður
ekki þíngbókin prentuð fyrrcnn eptir þínglausnir, og mundu
menn una því öllusaman svo illa, að oss uggir að mjög tor-
velt mundi verða að framfylgja slíku boði eptir því sem ís-
lendingar eru skapi famir, enda ef það gengi fram á þann
hátt yrði það þínginu til eyðileggíngar. Um þetta atriði höf-
um vér einnig atkvæði þingmanna í Hróarskeldu með oss,
og er það því merkiligra sem þeir fóm að eins eptir þvi hver
nauðsyn bæri til að svo væri hagað á íslandi.
Atriði þau, sem vér nú höfum dirfzt að bera fram undir
Yðar konúngligrar Hátignar göfugu og viturligu rannsókn
hafa verið þannig samþykkt á fundi vorum: lsta atriði með
36 mót 5; 2að með 40 mót 1, 3ja með 40 mót 1, og hið fjórða
með samhljóða atkvæðum. I minni hlutanum um lsta atriði
vom þeir etazráð Finnur Magnússon, etazráð Grímur John-
son, Clausen kaupmaður og studiósus medicinæ et chirurgiæ
Helgi Sigurðsson samt stud. juris John Johnsson. —
Minni hluti þessi játar að vísu (um lsta atriði) að hann er
samdóma hinum meiri hlutanum um það, að óska að alþíng
verði svo frjálst sem auðið má verða. En jafnframt og vér
höldum fram grundvallarreglu þeirri, sem minni hluti nefnd-
arinnar í Hróarskeldu tók fram: „að því frjálsari kosníngar
væri og almennari, því vissari mætti menn vera um að kosn-
íngar færi skynsamliga fram og heppiliga" þá verður þetta
þó, sem sjálfsagt er, ekki skilið öðruvísi enn svo, að kosníngar
skuli vera frjálsar innan ákveðinna takmarka. Ötakmarkað
kosningarfrelsi geta menn varla ímyndað sér, þó þess sé ekki
gætt að ómöguligt yrði þá að semja nafnaskrár þeirra sem
kjörgengir þæri. Þaraðauki óttumst vér mjög, ef kosningar
yrði látnar að öllu frjálsar, að þá mætti svo verða að gagn