Skírnir - 01.01.1959, Page 128
ÞÓRODDUR GUÐMUNDSSON:
SKOZKA ÞJÓÐSKÁLDIÐ ROBERT BURNS.
Snemma á þessu ári voru liðnar tvær aldir frá fæðingu
skozka skáldsins Roberts Burns. Hann ber eigi aðeins ægis-
hjálm yfir önnur skozk ljóðskáld, heldur er hann og í fremstu
röð óðsnillinga heimsins. Ljóð hans eru lesin, sungin og dáð
um víða veröld. Hann er því í raun réttri eign ótal þjóða.
Einnig vér Islendingar þykjmnst eiga nokkuð í honum, eins
og Einar Ólafur Sveinsson komst að orði í ágætri grein um
H. C. Andersen. Svo vinsæl hafa sum af ljóðum Burns orðið
með þjóð vorri. Áhrif hans á íslenzk skáld voru heldur ekki
svo lítil um skeið og eru áreiðanlega einhver enn. Verður
síðar vikið að þeim áhrifum.
1 tilefni afmælisins, 25. janúar s. 1., voru mikil hátíðahöld
víða, ekki sízt í Bretlandi: Lundúnum, Edinborg og Glasgow,
næstu stórborginni við fæðingarstað Bums. Þar var höfð glæsi-
leg sýning til minningar um hann, enda hæg heimatökin,
því að hvergi em eins góð Burnsminjasöfn og í nánd við þá
borg, á bemskustöðvum og starfsvettvangi skáldsins. Þeim
stöðvum var Burns svo tengdur, að hann verður ekki skilinn
rétt, nema menn viti deili á þeim jarðvegi, sem hann er sprott-
inn úr. Fuglasöngur og árniður héraðs hans ómar í ljóðunum.
Þau ilma af lyngi þess og lundum.
Flest em þau átthagaljóð og bera blæ heimkynna, þjóð-
emis og sögu kynstofnsins, sem hann var grein af. Og málið
á ljóðum Bums er ekki venjuleg ensk tunga, heldur mállýzka
heimasveitar hans. Hún var bezti miðill hugsana hans og til-
finninga og átti drjúgan þátt í að gera Bums ólíkan hverju
skáldi öðm á jörðinni. Ljóð hans eru svo einstæð. Þeir, sem
em kunnugir skozkum alþýðukveðskap fyrir daga Bums,