Skírnir - 01.01.1959, Síða 129
Skírnir
Skozka þjóðskáldið Robert Bums
125
skynja frændsemi hans við „dásamleg, gömul keltnesk skáld“,
sem Burns nefnir þessa lærifeður sína í listinni. Reyndar varð
hann líka fyrir áhrifum af enskum skáldskap, og stóð næstur
honum að aldri og tónbrigðum hörpunnar William Blake.
En ensku áhrifin voru hvorki svo djúp né víðtæk sem örvun
frá rithöfundum írskrar ættar og skáldaskólanum í föðurlandi
Burns. Til að mynda einkenndi hann sitt fræga kvæði Heil-
agramessukvöld (Hallowe’en) með ljóðlínum eftir írska skáld-
ið Oliver Goldsmith, enda minnir létt gamansemin hjá Burns
á góðlátlegu kímnina hans Goldsmiths. Alkunnugt er, að
skozku skáldin, Ramsay og Fergusson, orkuðu mjög á Burns,
„snillingurinn Ramsay og dýrleg heiðríkja hins fátæka og
heillum horfna Fergussons,“ eins og hann komst að orði um
þessa landa sína og lærimeistara. Bums nefndi Fergusson
„eldri þjáningarbróður" sinn, dáði lxann mjög og færði hon-
um ljóðfórnir. „Öskabörn ógæfunnar“ vom þeir ekki síður en
„listaskáldið góða“, sem Jóhann Sigurjónsson kallaði svo.
Mestan ávöxt bar þó sá arfur í hug Bums og hjarta, sem
gleymdir höfundar þjóðkvæðanna létu honum í té. „Nöfn
þeirra eru grafin í rústum þess, sem áður var“, segir hann
um þennan óþekkta andans her, sem fékk honum í hendur
sín ryðguðu sverð. En Bums fágaði þau og beitti þeim af
sinni frábæm snilld, hóf fallið merki að nýju hátt á loft og
varp björtum ljóma yfir land sitt og hérað.
Svæðið, þar sem Burns ól aldur sinn um dagana, er að
mestu innan ramma, sem nær frá Edinborg og Glasgow að
norðan, til borgarinnar Ayr á vesturströnd Skotlands og suð-
ur að Solwayfirði og Cheviothæðum. Utan þessara takmarka
dvaldist hann aldrei að staðaldri, fór aðeins skyndiferðir all-
víða um ættland sitt, en aldrei út fyrir það, svo að mér sé
kunnugt um. En innan rammans, sem ég nefndi, em þau
héruð, sem Skotar kalla Burnsland. Þar átti hann mörg spor,
bæði vegna atvinnu sinnar, búferlaflutninga og til að öðlast
innblástur í ljóð sín. Þekking á staðháttum þar er þvi lykill
að ljóðum hans og bréfum, um leið og hún flytur lesandann
nær manninum, sem býr á bak við verkin.
Þess vegna fara margir aðdáendur Bums eins konar píla-