Skírnir - 01.01.1959, Side 130
126
Þóroddur Guðmundsson
Skírnir
grímsferðir til lands hans. Ég kom þar haustið 1948 og aftur
um sólstöðurnar 1949, heimsótti helztu dvalarstaði Bums og
kynnti mér minningar, sem við hann eru tengdar. Sumt af
því, sem hér verður sagt, styðst við þau kynni. En víða í
Burnslandi verður naumast þverfótað fyrir minjum um hann.
Söfn, standmyndir, málverk, veitingahús og margt fleira er
honum helgað. Svo laus við alla ágirnd, sem Burns var í hf-
anda lífi — og að því leyti ólíkur löndum sínum, eftir því
sem þeim er lýst — þá er engu líkara en þetta skáld jafnaðar
og bræðralags hafi eftir dauða sinn lagt hald á héruð og borg-
ir, hótel og önnur gróðavænleg fyrirtæki og virðist síðan ekki
ætla að sleppa þeim um allan aldur.
Þó að eigi séu þessi héruð svipmikil á borð við skozku Há-
löndin, em þau gædd heillandi fegurð. Yfir skógi vöxnum
hæðum þeirra hvílir gullin móða á sumardögnm. Marglit trén
á haustin, sum fagurgræn fram á vetur, önnur rósrauð eða
föl, bleikir akrar og slegin tún hið neðra em áhrifamiklar and-
stæður. Yndislegastar em þó árnar, sem liðast um dalverpi og
meðal trjálunda. Á sléttlendinu hjala þær lágt við steina í far-
vegum, en hoppa með háværari nið á flúðum, unz þær falla
til sjávar. Úti fyrir vogskorinni vesturströnd hillir ævintýra-
eyjar við hafsbrún, en sjórinn logar í rauðri glóð við sólarlag.
Nokkrar af þessum ám koma við sögu Burns. Tvær renna sín
hvomm megin við fæðingarstað hans og kváðu honum vöggu-
ljóð. Heitir önnur Doon, en hin er samnefnd kaupstaðnum
Ayr. Virðist hún og nefnd fleiri nöfnum, eins og eftirlætis-
börnin. Við hana átti skáldið hinztu samfundi með ástmey
sinni, Mary Camphell, skömmu fyrir andlát hennar. Þriðja
áin, Nith, rennur fram hjá Dumfries, síðasta dvalarstað og
dánarstað Burns. Hvíslaði hún mörgum óði í eyra skáldsins
og söng þvi grafljóð sín.
Fám röstum sunnan við Prestwick stendur smáborgin Ayr,
fögur og friðsæl. örskammt frá suðurjaðri hennar er þorpið
Alloway, fæðingarstaður Burns. Húsið, þar sem vagga skálds-
ins stóð, hvítmáluð smábygging í þrem hólfum með strá-
þaki, stendur enn með sömu ummerkjum og fyrir tveim öld-
um: húsmunum úr eigu foreldra skáldsins. Rétt hjá þessu