Skírnir - 01.01.1959, Page 131
Skírnir
Skozka þjóðskáldið Robert Burns
127
gamla heimili er safnhús, sem hefur að geyma merkilegustu
Burnsminjar í heimi. Eru þar m. a. fögur marmaramynd af
skáldinu og útgáfur af verkum þess á ótal tungum. Var mér
sagt, að safnvörðurinn kynni öll ljóð og bréf Burns utan bók-
ar og að hann væri eini maðurinn i heiminum, sem hyggi
yfir þeim vísdómi. —
Árið 1748 yfirgáfu tveir fátækir bræður, Robert og William
Bumess, heimili sitt í Kincardinshire á norðaustanverðu Skot-
landi og stefndu í suðurátt að leita gæfunnar. Robert fór til
Englands, og er hann úr sögunni. En William settist að við
ána Doon sem garðyrkjumaður. Fám árum siðar tók hann á
leigu sjö og hálfa ekm lands í Allowayþorpi sunnan við borg-
ina Ayr. William leigði aftur út þetta land sem markaðs-
svæði, en í einu homi þess reisti hann áður nefnt hús. Inn í
það leiddi hann sína lífsglöðu brúði, Agnesi Brown, bónda-
dóttur úr nágrenninu. Þau höfðu kynnzt á markaði.
25. janúar 1759 fæddist þeim hjónum sonur. Þau gáfu hon-
um nafn föðurbróður síns, þess er hvarf í suðurátt. Robert
yngri varð síðar einna frægastur af Skotum. Þau William og
Agnes Burness eignuðust alls sjö böm, fjóra drengi og þrjár
stúlkur. Við sögu Roberts skálds kemur einn bræðra hans,
Gilbert að nafni. Fjölskyldan lifði á búskap og jarðyrkju, en
bjó við mikla fátækt. Urðu allir að vinna, eins og orkan fram-
ast leyfði. En heimilislífið var mjög ástúðlegt og bókleg iðja
í hávegum höfð. William var ágætlega sjálfmenntaður, grand-
var i breytni og víðsýnn og lagði mikla stund á, að bömin
fengju gott uppeldi. Agnes kunni mikinn sæg þjóðkvæða og
miðlaði börnunum óspart af þeim forða. Má nærri geta, að
Robert hefur fengið bróðurpartinn af honum.
Robert hóf skólagöngu í Alloway sex ára að aldri. Litlu síð-
ar var skólanum lokað. Bundust þá William og nokkrir grann-
ar hans samtökum um að stofna nýjan skóla og réðu til hans
ágætan kennara, John Murdoch að nafni. Er talið, að Robert
hafi átt honum ómetanlega mikið að þakka. Segist honum svo
frá, að Robert litli hafi snemma náð góðum tökum á náminu.
Fyrstu skólabækur hans voru Biblían, ensk málfræði og úr-
valssafn af enskum ljóðum og lausu máli.