Skírnir - 01.01.1959, Side 132
128
Þóroddur Guðmundsson
Skírnir
Árið 1766 fluttist Burnessfjölskyldan búferlum til Mount
Oliphant í fjögurra mílna fjarlægð frá Alloway. Reyndist
leiðin i skólann of löng fyrir þá bræður, Robert og Gilbert,
svo að faðir þeirra varð að sjá þeim fyrir heimiliskennslu.
Síðar, þá er Murdoch var orðinn skólastjóri í Ayr, naut Robert
framhaldsmenntunar hjá honum í ensku og frönsku, en lat-
ínu nam hann í menntaskóla Ayr-kaupstaðar. Loks stundaði
Robert um skeið nám í flatarmálsfræði og landmælingalist
i frægum skóla að Kirkoswald í Carrick hjá ágætinn stærð-
fræðikennara, Hugh Rodger að nafni. Naut Bums þannig
hinnar beztu fræðslu, þó að ekki gengi hann langskólaveginn.
Raunar varð fjölskylda William Bumess að vinna hörðum
höndum. Mount Oliphant, þar sem hún bjó, frá því Robert
var sjö þangað til hann varð átján ára að aldri, var eitthvert
aumasta rýrðarkot, sem sögur fara af. Þó greiddi William 40
pund eftir það í leigu á ári. Hafði hann engin efni á að kaupa
vinnu, og varð Robert að hjálpa til við þreskingu og önnur bú-
störf eftir mætti. Telur Gilbert bróðir Roberts, að þessi hörðu
kjör hans í æsku hafi valdið heilsuleysi því, er hann átti æ
síðan við að berjast, en til þess hafi það hugarangur, sem
stundum þjáði hann, átt rætur að rekja.
Fyrstu kvæðin, sem kunnugt er um, orti Burns að Mount
Oliphant, 14 ára að aldri og á næstu missirum. Miklar and-
stæður: djúp hrifnæmi og bitur reynsla speglast í þessum
æskuljóðum. Fyrstu ástaljóð Bums em frá þeim árum, en
einnig ljóð, sem túlka mjög sárar minningar um fátækt fjöl-
skyldunnar og harða baráttu hennar fyrir lífinu.
Áður en William Bumess fluttist frá Mount Oliphant, sendi
hann Robert son sinn í fyrr nefndan skóla að Kirkoswald í
Carrick. Þar dvaldist hann þrjá sumarmánuði og var til húsa
hjá móðurbróður sínum. Þetta vom ævintýraríkir dagar fyrir
hið unga skáld. Líklega hefur Robert Burns ekki stundað sína
landmælingalist og stærðfræði alveg stöðugt. Á þessum fögru
sumarmánuðum dreymdi hann skálddrauma, jók þekkingu
sína á ljóðlist og varð alvarlega ástfanginn í stúlku, sem hét
Beggy Thomson og hann gleymdi aldrei síðan.
Tvö af frægustu kvæðum Bums, Tam O’Shanter og Heil-