Skírnir - 01.01.1959, Page 135
Skirnir
Skozka þjóðskáldið Robert Burns
131
Clyde. Þessi sorgaratburður hafði djúp og varanleg áhrif á
Bums og varð tilefni sumra fegurstu Ijóða hans. Eitt þeirra
var Fagra Laxá (Sweet Afton). Mörgum ámm seinna, þegar
Bums var kominn til Ellislands, orti hann á dánarafmæli
þessarar unnustu sinnar kvæðið: Til Maríu á himnum (To
Mary in Heaven). Þar minnist hann samfundanna á Ayrár-
bökkum á þessa leið m. a.:
Af straumi elfar var ströndin kysst
með steinum sínum, en hagþorn grár
og ilmbjörk fléttuðu lim af list
í laufhvolf yfir; þá gleðitár
í augum sindraðu, sungið dátt
um sól og ástir við grein og baðm,
unz gullnum vængjum í vesturátt
sveif vorsins dagur í unnar faðm.
Vonsvikinn yfir mistökunum við búsýsluna, mæddur af ást-
arsorg, í ósátt við Armour-fjölskylduna og friðlaus af ótta við
fangelsun, sem yfir honum vofði fyrir brot á siðaboðum kirkj-
unnar, ákvað Bums að flytjast til Jamaicu. Hann tryggði sér
far. Meðan hann beið eftir skipinu, afhenti hann Gilbert sinn
hluta af búinu. Svo hélt skáldið til hafnar við Clyde með 20
punda ritlaunin sín í vasanum. Það hafði ekki annan farar-
eyri. Bóndinn gekk slyppur frá jörðinni eftir fjögurra ára bú-
skap. Um þetta segir Bums svo í æviminningum sínum: „Ég
var kominn til Greenock. Ég hafði sungið mitt síðasta ljóð,
þegar mér barst bréf frá dr. Blacklock vini mínum, sem rask-
aði öllum þeim áætlunum, sem ég hafði gert, með því að benda
mér á nýjar leiðir til að fullnægja metnaðardraumum mín-
um sem skálds.“
Litla kvæðabókin hafði aflað Bums fjölda vina og aðdáenda,
æðri sem lægri. Honum var boðið til Edinborgar með undir-
búning 2. útgáfu ljóða hans fyrir augum. Og því boði gat
hann ekki hafnað.
Förin til Edinborgar var sigurganga, sem lengi verður í
minnum höfð. Þessum yfirlætislausa bóndamanni, sem allt í
einu var orðinn þjóðfrægur af lítilli ljóðabók, stóðu nú opnir
glæsilegustu samkvæmissalimir í Edinborg. Allir undruðust