Skírnir - 01.01.1959, Qupperneq 136
132
Þóroddur Guðmundsson
Sklmir
ómótstæðilega framkomu hans, einurð og málsnilld. „Fákæni
plógmaðurinn frá Ayrshire,“ eins og sumir nefndu hann,
stóð hverjum lærdómsgarpi, sem var, fyllilega á sporði í við-
ræðulist. Hann töfraði alla, jafnt hátignarlegar greifafrúr sem
frægustu andans menn þjóðarinnar, með ljúfmennsku, alúð,
fyndni og orðfimi, sem að marga dómi voru enn þá undur-
samlegri en ljóð hans.
Mest var þó um vert, að ljóðin vöktu einskæran fögnuð, er
fór vaxandi með hverjum degi, sem leið eftir útkomu þeirra.
Hrifningin fór eins og þytur um laufgaðan skóg. Af þvílíkri
dirfsku og tilfinningahita hafði enginn fyrr heyrt leikið á
hörpu. Með þessum eldheitu, frjálslegu ásta- og sveitalifsljóð-
um á skozkri bændamállýzku var brotið blað í bókmennta-
sögu enskumælandi þjóða.
Gert hafði verið ráð fyrir, að prentuð yrðu 1500 eintök af
annarri útgáfu ljóðanna, þegar Burns sendi þau til prentunar.
Upplagið var aukið um helming frá því áformi, og skáldið
fékk 500 sterlingspund í ritlaun, sem var mikið fé í þá daga.
Og aflétt var í bráð fjárhagsáhyggjum og fátæktarböli, sem
hann skömmu áður hugðist að flýja frá í nokkurs konar út-
legð meðal villimanna. Geta má nærri, að Burns hefur séð
nýjar leiðir opnast við hina skyndilegu frægð, er hann hafði
öðlazt. Og gátu ekki samböndin við þessa áhrifariku menn
greitt för hans inn á þær brautir? Brátt komst hann þó að
raun um, að formælendur hans í samkvæmissölunum gerðu
sér óljósa grein fyrir, hvaða athafnasvið hentaði honum bezt.
Meðal alls þessa fyrirfólks, er Bums kynntist í Edinborg, var
aðeins ein kona, frú Dunlop hét hún, sem virtist láta sig veru-
legu máli skipta framtíð hans. Hún ráðlagði honum að sækja
um þáverandi laust, en mjög umdeilt, embætti í jarðyrkju-
fræði við háskólann í Edinborg. Hún ræddi líka við hann um
aðra útvegi. En engin ráðagerð hennar komst í framkvæmd.
Um skáldið toguðust líka tvö andstæð, en þó skyld öfl í þessari
Edinborgardvöl. Annað var fortiðin, dulmögnuð heitum seið
minninganna. Hins vegar freistaði skáldsins, sem var bam
líðandi stundar, hið fagra kyn í höfuðstaðnum. f vímu frægð-
arinnar og knúinn af ólgu síns ástriðuhita, varpaði hann sér