Skírnir - 01.01.1959, Síða 140
134
Þóroddur Guðmundsson
Skirnir
lands, allt til Invemess. Má líklegt þykja, að kvæðið Inverness-
mœrin yndislega (The Lovly Lass o’Invemess) hafi Bums
ort eftir komu sína þangað. Þaðan héldu þeir til austurstrand-
arinnar og suður hana um Aberdeen og Montrose: Þar var
Burns kominn á æskustöðvar föður síns, hitti frændfólk sitt,
og urðu fagnafundir. I þessari för kom Bums á orrustuvöll-
inn við Bannockbum, sem er frægur sögustaður og Bums orti
um eitt af sínum ódauðlegustu ljóðum, þó að nokkm síðar
væri. Leggur skáldið ljóð sitt í munn Robert Bruce Skotakon-
ungi og frelsiskappa sem ávarp til herliðs síns fyrir bardag-
ann 1314. Síðustu skemmti- og fræðsluför sumarsins fór Bums
ásamt enn einum fylgdarmanni, doktor að nafnbót, til hér-
aðanna norðan við Glasgow og Edinhorg og upp eftir ánni
Devon, sem Bums orti um fagurt kvæði.
I öllum þessum ferðum naut Bums frábærrar gestrisni og
uppörvunar á allan hátt. Náttúmfegurðin heillaði. Stórvið-
burðir úr sögu þjóðarinnar fengu líf á örlagastöðum. Greifar
og annað tignarfólk lagði kapp á að heiðra þennan bóndason,
sem var orðinn frægari ungur að árum en flestöll önnur skáld
verða á langri ævi. Við hyldjúp fjallavötn undir skógi vöxn-
um hlíðum, þar sem lækir og fossar steypast niður brattann
með niði, svo að bergmálar í hömmm hám, söng fólkið gömlu,
angurblíðu þjóðlögin eða lék þau á hörpu. Öll þessi hlýja og
vinsemd, er skáldið mætti á ferðum sínum, hitti fyrir sér
tundur viðkvæmni og vorhugar í sál þess, svo að af kveiktist
sá funi ættjarðarástar, metnaðar og mannvináttu, sem aldrei
slokknaði, meðan Bums entist aldur. En í þeim eldi vom flest
beztu ljóð hans hituð.
Þannig urðu ferðirnar á þessu einstaka sumri í lífi Bums
til þess að auðga heimsbókmenntirnar að fleiri snilldarverk-
um en talin verði. Til ævarandi heiðurs er það Skotum,
hverja risnu og sæmd þeir veittu Bums þá. Og mikil rauna-
bót hefur honum mátt vera að minnast þessa alls á þeim erf-
iðu árum, sem nú fóm í hönd.
Um hvítasunnuleytið 1788 fluttist Bums á bújörðina Ellis-
land, sex mílum norðan við borgina Dumfries. Landeigand-
inn, sem hét Miller, gerði skáldbóndanum það kleift með 300