Skírnir - 01.01.1959, Page 141
Skírnir
Skozka þjóðskáldið Robert Burns
135
punda fjárframlagi til að reisa nauðsynlegan húsakost. Jean
Armour og hann voru þá orðin hjón. En húsið var óhæft til
íbúðar fyrsta árið, svo að frú Burns gat ekki fylgt bónda sín-
um til heimilis þeirra fyrr en í ágústmánuði 1789. Meðan á
viðgerð stóð, bjó hún í Mauchline, hálfri mílu sunnar, og fór
Bums margar ferðir í heimsókn til hennar þau missiri. Svona
byrjaði þá hjúskapur Bums. Einmana og yfirgefinn lék hann
meir á strengi sorgar en gleði fyrsta árið eftir, að hann kvænt-
ist „Jóhönnu fögru,“ eins og hann nefndi konu sína. En hann
orti til hennar yndisleg ljóð. Stundum ollu sárar minningar
honum látlausri óró og djúpri, hvíldarvana örvæntingu.
Eftir að frú Bums var komin til Ellislands, undi húsbónd-
inn sér þar hið bezta að öðm leyti en því, að heppnin var
ekki með honum við búskapinn fremur en fyrr. Til þess að
bæta sér upp lítinn arð af búinu og komast hjá gjaldþroti,
sótti hann um tollvarðarstarf í héraðinu og fékk það. Tvö ár
var Bums hvort tveggja, bóndi á Ellislandi og tollvörður í
tíu sóknum með 50 sterlingspund í árslaun. Umsjón Bums
náði yfir 100 mílna svæði, og hann varð að ferðast þá vega-
lengd fram og aftur hverja viku. 1 fjarvist bóndans stundaði
kona hans búið, ásamt vinnufólkinu.
Burns var samvizkusamur tollþjónn og öðlaðist miklar vin-
sældir við það starf. Náttúrufegurðin kringum Ellisland ork-
aði á andagift hans, ekki sízt áin Nith, sem líklega heitir sama
nafni og elfan fræga, sem fellur í Þrándheimsfjörð. Með fram
þessari skozku Nith átti Bums marga göngu. I frásögur er
fært, að hann orti snilldarkvæðið Tam O’Shanter á einum
haustdegi 1790, þegar hann reikaði á bökkum þessarar fögru
ár. Fmmdrættir þess vom að vísu dregnir áður, en ekki fékk
það sinn fullnaðarbúning fyrr en þennan haustdag. Á þessu
timabili orti Bums líka mörg önnur ódauðleg kvæði, svo sem
Hin gömlu kynni. Er líklegt, að vatnið í Nith hafi minnt
hann á árnar á bernskustöðvunum, Doon og Ayr, þar sem
fundum hans og Mary Campbell bar saman í hinzta sinn
vordaginn góða 1786, þegar honum fómst orð á þessa leið: