Skírnir - 01.01.1959, Page 142
136
Þóroddur Guðmundsson
Skímir
Við óðum saman straum og streng
og stóðumst bylgjufall.
En seinna hafrót mæðu og meins
á millum okkar svall.
Þótt sortnað hafi sól og lund,
ég sit und laufgum hlyn
og rétti mund um hafið hálft
og heilsa gömlum vin.
Búskapurinn á Ellislandi endaði með því, að Bums flosnaði
upp. Hann fastréð að segja jörðinni lausri. Landeigandinn
tók það til greina. Uppboðshaldari kom í ágúst 1791. Jarðar-
gróða og búpeningi var ráðstafað. Fjölskylda Burns var farin
til Ayrshire nokkrum vikum áður. Sjálfur fór hann til Dum-
fries, alfarinn, í desember 1791 og tók sér, ásamt fjölskyldu
sinni, bólfestu í þriggja herbergja íbúð, þar sem nú heitir
Bankastræti. Seinna fluttust þau í annað hús í borginni og
bjuggu þar þrjú ár öll saman, unz Bums andaðist 1796, og
fjölskyldan eftir hans dag til andláts ekkjurmar 1834. Húsið
er nefnt Bumshús og stendur enn með sömu ummerkjum og
á dögum skáldsins. Stofan, þar sem hann gaf upp andann,
er óbreytt að kalla.
Þegar Burns dvaldist í Edinborg, kynntist hann manni
nokkmm, sem hét James Johnson. Var hann þá að safna og
búa undir prentun skozk ljóð og lög. Lét Bums hann fá tvo
söngtexta í fyrsta bindi þessa ritsafns. Síðan var Bums rit-
stjóri þess til dauðadags. Hefur það að geyma sum af beztu
ljóðum Bums, svo sem Hin gömlu kynni og Rauðu rósina,
ásamt lögum við þau. Annar Edinborgarbúi, George Tliom-
son að nafni, leitaði einnig fulltingis Burns til að semja ljóð
við skozk lög.
Að samningu söngtexta og söfnun skozkra þjóðlaga starf-
aði Burns af eldmóði og hrifningu á Ellislandi og í Dumfries.
Honum vom þau viðfangsefni heilög og dýrmæt afþreying
í mótlæti lífsins. En þau vom meira. Með þessu starfi reisti
hann sér óbrotgjamastan minnisvarða. Yfirleitt vann Burns