Skírnir - 01.01.1959, Page 143
Skírnir
Skozka þjóðskáldið Robert Burns
137
sín beztu verk fyrir Johnson. Hann sótti innblástur í skozk
þjóðlög, þjóðvísur og ljóð alþýðuskáldanna á undan honum.
Sumum ljóðunum breytti hann, sleppti úr eða jók við og setti
um leið á þau mark snilldar sinnar. Mikinn sæg Ijóða samdi
hann við skozk þjóðlög. Sumum þeirra hafði hann safnað
sjálfur. Auk þess vann hann að söfnun orða úr skozku alþýðu-
máli. Við allt þetta varð honum furðulega vel ágengt. Talið
er, að Bums hafi safnað alls um 200 þjóðkvæðum og 60
þjóðlögum. Allt þetta starf vann hann án nokkurs endurgjalds.
Þjóðkvæðin gaf hann James Johnson, en þjóðlaga- og orðasafn
sitt George Thomson. Þegar Thomson bauð honum greiðslu
fyrir, svaraði Bums: „Sá guðmóður, sem ég er gagntekinn af
við þetta starf, bannar mér að taka á móti launum fyrir það.
Slíkt væri vanhelgun á sál minni.“ Bums þá aldrei nein laun
fyrir ritstörf eða skáldskap, eftir að hann kom frá Edinborg
og ljóðabók hans kom út öðm sinni.
1 þessum anda og eldmóði rækti Bums köllun sina, meðan
kraftar entust, vann að söfnuninni, kvað ljóð og umbreytti
þeim, reit Thomson og fleirum sendibréf, er vitna um frá-
bæra dómgreind og þekkingu á sönglist og skáldskap fyrri
alda. öll era þessi verk með handbragði meistarans, bréf eigi
síður en bundið mál, þó að minni frægðar hafi notið. Jafn-
framt þessum störfum hrærðist Bums af lífi og sál í öllu,
sem gerðist kringum hann, broslegu og sorglegu, og orti út af
því. Heimsviðburðir létu hann því síður ósnortinn.
Um þær mundir, sem Burns bjó að Ellislandi, varð stjórn-
arbyltingin franska. Neistar af þeim eldi bámst norður til
Skotlands með sunnanblænum og kveiktu í sál skáldsins heit-
an loga. Burns keypti fjórar skozkar fallbyssur og sendi þær
stéttaþinginu franska ásamt kveðju sinni, stofnaði deild sjálf-
boðaliða til stuðnings byltingunni og þeytti frá sér hvatning-
um og áskorunum í bundnu máli og lausu. Flugu þær út um
landið líkt og tundurskeyti.
Þá fæddust tvö af kunnustu kvæðum Burns, ólík að hugs-
un, en kveikurinn í báðum var af sama toga spunninn og
bæði hituð í eldi ákafra tilfinninga. Þessi ljóð vom Bannock-
burn, sem Gísli Bymjólfsson þýddi á íslenzku, og Hví skal