Skírnir - 01.01.1959, Page 146
140
Þóroddur Guðmundsson
Skírnir
Á sama hátt finnur hann til með blóminu, sem fölnar og
deyr: HeiSarós (To a Mountain Daisy). Fá skáld hafa túlkað
söknuð og hluttekningu sem Bums, eins og fjöldi minningar-
ljóða hans sýnir. Skyn hans á fegurð náttúmnnar var með
afbrigðum næmt. Það votta ljóð hans um árnar í Skotlandi
og aðra fagra staði. Jafnvel fáskrýdd öræfin létu hann ekki
ósnortinn, að ekki sé talað um tign þeirra: Mosafjöllin (Yon
Wild Mossy Mountains), Hálönd kvödd (Farwell to the High-
lands). Síðast en ekki sízt var kímnigáfa hans slík, að fáir
standa honum þar á sporði. Eða hefur nokkurt skáld ort
gamankvæði á borð við Tam O’Shanter?
Allt þetta hefði þó varla enzt Bums til þeirrar frægðar, er
hann hefur náð, ef ekki hefði komið fleira til. Eins og fleiri
frændur úr föðurætt, var Bums undarlegt sambland af útþrá
og átthagatryggð, sveimhygli og heimiliselsku. Mesti styrkur
hans var þó rótfesta í skozkri mold. Þaðan dró hann kjam-
mestan safa. Þó að stríðandi líf hans sjálfs og allt, sem hrærð-
ist i kringum hann, færði honum ótal yrkisefni, þá fékk hann
mestan innblástur frá því liðna, svo undarlegt sem það kann
að virðast um annað eins harn líðandi stundar. Ég á þar ekki
fyrst og fremst við lærimeistarana Ramsay og Fergusson,
heldur eldri skáld, grafin og gleymd löngu fyrir daga Bums.
Þekking hans á skozkum skáldskap alþýðunnar, einkanlega
ljóðum og sönglist, var svo víðtæk, að hann gat hvort tveggja
í senn: sótt til þeirrar uppsprettu yngjandi afl sjálfum sér
til handa og um leið endurskapað þjóðvísumar með snilligáfu
sinni. Ljóðin laðaði hann svo að lögunum, að úr hvom tveggja
varð óaðskiljanleg, listræn eining. Hér er að finna skýringu
á því, hvers vegna og að hverju leyti beztu ljóð hans, bæði
þau, sem hann fmmorti algerlega sjálfur, og eins hin, sem
hann fágaði, endurskóp og gæddi sínum töfrandi lífsneista,
em að anda og búningi gerólík ljóðum enskra skálda. Og feg-
urð þeirra, sérkenni, töfrar og frumleiki hefðu hvorki virzt
né verið slík án félagsskapar og handgengni Burns við hin
gömlu, gleymdu skáld fólksins.
Til skýringar þessu má taka víðfrægasta kvæði Bums, Hin
gömlu kynni. Ódauðlegar vinsældir þess út um allan heim