Skírnir - 01.01.1959, Qupperneq 149
Skírnir
Skozka þjóðskáldið Robert Burns
143
fyrirmyndina í ljóðum Bums, enda segist Stephan hafa heyrt,
að þá kviðu sé þar ekki að finna. Lætur hann fylgja þýðing-
unni skemmtilega sögu: „Herramaður nokkur hauð eitt sinn
Hróbjarti skozka, skáldinu viðfræga, í skemmtiför með tign-
um gestum sínum. Þegar atreið sú var úti og undir borð var
setzt, var skáldinu skipað til sætis í eldaskála með þemum
og þýjum. Meiri mennimir mötuðust sér i matstofu. Þegar
þar hafði verið hmndið borðum, gerði húsbóndi Hróbjarti
boð, að hverfa í sína sveit í gestaherbergi. Skáldið hafði gert
sér hægt um hönd, kveðið kvæði það, sem hér er þýtt, fært
það í letur og afhent húsbónda það, snerist svo á hæli og
hélt heim til sín.“ Kvæðið er þrungið beiskju. Gizkar Stephan
á, að atvikin að því séu undirrótin að hinu fræga kvæði
Burns: „Þrátt fyrir allt og allt og allt,“ enda sé „líkt efnið og
andhitinn.“ Þá hefur Stephan og þýtt Stöku (Grace) eftir
Bums (Andvökur I).
Víðfrægasta kvæði Bums, Auld lang syne, hefur Árni Páls-
son þýtt á íslenzku af mikilli snilld. Birtist það í fyrsta ár-
gangi Nýju ISunnar 1915—-1916, undir sinni skozku fyrir-
sögn, en hefur nú í áratugi verið nefnt eftir upphafsorðum
þýðingarinnar: Hin gömlu kynni. Er þýðing Áma á hvers
manns vömm og hefur náð feikna vinsældum, ásamt skozka
þjóðlaginu, sem kvæðið er víst alltaf sungið undir. Sem dæmi
um þá hylli skal þess getið, að Hin gömlu kynni vom um
langt skeið (og eru ef til vill enn) hátíðasöngur eins af skól-
um landsins. Unga fólkinu fannst bæði ljóð og lag túlka sín-
ar viðkvæmustu tilfinningar betur en allt það, sem af íslenzk-
um rótum var runnið. Þvílíkt tundur felst í beztu ljóðum
Bums og lögum þeim, sem þau vom ort undir.
Af öðmm Bums-þýðendum hér á landi skulu enn nefndir
örn Arnarson, Magnús Ásgeirsson, Helgi Hálfdanarson, séra
Sigurður Einarsson og séra Sigurður Norland og minnzt á
þýðingar þeirra. 1 þýðingu Magnúsar, Hjónaástum, nýtur
einn höfuðkostur Burns, kímnin, sín mæta vel. Jón Bjarni,
vinur minn, þýtt af Helga Hálfdanarsyni, kom út í Ijóða-
þýðingum hans Handan um höf 1953. Áður hafði örn Arn-