Skírnir - 01.01.1959, Qupperneq 150
144
Þóroddur Guðmundsson
Skírnir
arson, þýtt sama kvæði, lauslega, Jón Anderson (lllgresi
1924). Ástúð, hlýja og tryggð, sem voru aðalsmerki Burns,
varðveitast furðu-vel í þýðingum beggja. Þóroddur Guð-
mundsson hefur birt tvær þýðingar á ljóðum eftir Burns:
Til Maríu á himnum og KveSjuljóð til Klarindu (tJr Vestur-
vegi 1953), 1 ljóðabók séra Sigurðar Einarssonar, Yfir blik-
andi höf, sem út kom árið 1957, eru tvær Bumsþýðingar,
KveSja (The Silver Tassie) og Orrustan á DrangaheiSi (The
Lovly Lass o’Invemess), bæði með ósviknum einkennmn
saknaðar- og kveðjuljóða Bums. Nýjustu Bumsþýðingar, sem
ég hef séð á prenti, em KvœSi, þáttur úr kantötunni Kátu
beiningamönnunum (The Jolly Beggars), og StraumvatniS
Afton, eftir séra Sigurð Norland (Lesbók Morgunblaðsins
1958). Þykir mér kaflinn úr Beiningamönnunum ágætlega
þýddur.1)
Um áhrif Burns á íslenzk skáld er örðugt að dæma nema
með nákvæmri rannsókn, sem engin liggur fyrir. En mér er
nær að halda, að þau séu meiri en margan gmnar. Lljótt
á litið virðast þeir Gísli Brynjólfsson og Steingrimur Thor-
steinsson hafa mest heillazt af Bums, nema hitt sé, að þeir
hafi verið andlega skyldastir honum. En varla getur allt í
ljóðum Gísla, sem minnir á Bums, verið tilviljun ein. Líkt
og stjómarbyltingin franska vakti eldlegt brim í hug Burns,
svo hleypti og Lebrúarbyltingin 1848 Gísla í bál og brand.
Sjá Bjarkamál hin nýju og Magyaraljóð hans. Gísli dáði Kos-
súth, þjóðhetju Ungvera, líkt og Robert Burns nafna sinn
Bruce, sem hann orti um frægt ljóð og Gísli þýddi:
Skotar, er Wallace vörðust með,
víg með Bruce oft hafið séð ...
Sum ástarljóð Gísla eru ort í svipuðum tón og Burns. Eða
minnir ekki sá óslökkvandi logi, sem Gísli bar í brjósti og
helgaður var Ástriði, en fékk útrás í bréfum hans og ljóðum
um hana — minnir hann ekki á hitann í lofsöngvum Burns
um Klarindu, Mariu frá Hálöndmn og fleiri konur? Og að-
1) Eftir að þetta var ritað, birtist síðast nefnt kvæði (Sweet Afton)
undir nafninu Fagra Laxá í þýðingu höfundar þessarar greinar (Eim-
reiðin 1959).