Skírnir - 01.01.1959, Side 151
Skímir
Skozka þjóðskáldið Robert Burns
145
eins fátt í íslenzkri ljóðagerð, nema ef vera skyldi Grátittl-
ingur og Óhræsi Jónasar, finnst mér komast svo nærri kvæð-
um Bums um dýr sem Lóan hans Gísla, enda er hún gerð
eftir gamalli sögn eins og mörg aðdáunarverðustu ljóð Bums.
Ekkert íslenzkt skáld, sem mér er kunnugt um, hefur þýtt
eins mörg kvæði eftir Bums og Steingrímur Thorsteinsson.
Sýnir það, að hann hefur haft miklar mætur á skáldbónd-
anum skozka, enda hefur enginn túlkað hetur hugsanir og
tilfinningar Bums á íslenzku en Steingrímur. Er augljóst af
þýðingafjöldanum, að hann hefur dáð Burns meir en Matthías
gerði. En á fleira ber að líta. Svo einkennilega vill til, að báð-
ir hafa þýtt sama kvæðið. Nefnir Steingrímur það: Ó, stæðir
þú á heiði í hríð, en Matthías Alþýðulag, eins og áður er sagt.
Er gaman að bera þessar þýðingar saman og við framkvæðið.
Sést þegar á fyrirsögnunum, að þýðingin á heiti kvæðisins
er miklu nákvæmari hjá Steingrími. Á fmmmálinu nefnist
það: O wert Thou in the Cauld Blast. Leikur eigi á tveim
tungum, að Steingrímur viðhefur meiri trúnað og nærfærni
í meðferð textans, enda er ljóðið ólíkt heilsteyptara hjá hon-
um en Matthíasi á íslenzku.
Af svipaðri trúmennsku og nákvæmni em aðrar Burns—
þýðingar Steingríms gerðar, nema hvað hann sleppir endarími
í einni þeirra: Kossinum. Blænum nær hann eigi að síður, þó
að sums staðar vanti herzlumuninn í fullkomnun fágunar.
En Steingrímur á það sameiginlegt með Burns að skynja feg-
urð náttúrunnar, og þó einkum lífsins, af frábæru næmi.
Þessi sameiginlega aðdáun Burns og Steingríms á tign, feg-
urð og sannri manndygð, hvort sem hún birtist við árstraum,
fjall eða í auga konu og blóms, gerði Steingrím að svo góð-
um Burns-þýðara sem hann var. En gætu þá ekki líka áhrif-
in frá hinu „ágæta náttúruskáldi Skota,“ eins og Burns er
nefndur í Svanhvít, hafa opnað augu Steingríms fyrir verk-
efnum á líku sviði og um leið auðgað íslenzkar bókmenntir
að list, sem þó er varla metin að verðleikum?
Á svipaðan hátt mætast þeir Bums og Matthías í samúð-
inni með öllu, sem andann dregur. Af brjóstgæðmn eða hjarta-
hlýju Matthíasar verður þýðing hans á Heiðarós með snilld-
10