Skírnir - 01.01.1959, Page 154
SIGFÍJS HAUKUR ANDRÉSSON:
EIGNIR EINOKUNARVERZLUNAR KONUNGS
Á ÍSLANDI
OG SALA ÞEIRRA ÁRIN 1788—89.
18. ágúst 1786 var gefið út opið konungsbréf eða auglýsing
um það, að ákveðið hefði verið að gefa verzlunina við Island
frjálsa fyrir langflesta þegna Danakonungs í Evrópu frá byrj-
un ársins 1788 að telja og þeir, er gæfu sig fram í tæka tíð
við stjórnina, mættu sigla til Islands til verzlunar og fisk-
veiða þegar sumarið 1787.
Eitt af fyrstu verkefnum ríkisstjórnarinnar til að koma
þessari ákvörðun í framkvæmd og lögum þar að lútandi frá
13. júní 1787 var að selja einstaklingum, sem líklegir voru til
að geta rekið verzlun á eigin spýtur, eignir einokunarverzl-
unar konungs á Islandi. Síðan 1774 hafði verzlunin við Island
nefnilega verið rekin fyrir reikning konungs, og töldust til
hennar miklar eignir, svo sem hús, innanstokksmunir og áhöld
á verzlunarstöðunum á Islandi, sem voru 25 að tölu, vöru-
birgðir og allmörg skip. Til að annast sölu á þessum eignum
og annað það, sem þurfti i sambandi við afnám konungs-
verzlunarinnar og það að koma hinu nýja verzlunarfyrir-
komulagi á fót, skipaði konungur sérstaka nefnd í byrjun árs-
ins 1787. I sölunefnd þessari, sem kölluð var den islandske
Handels Realisations Kommission, áttu sæti fulltrúar frá þeim
stjórnardeildum, sem einkum höfðu afskipti af málefnum Is-
lands. Af nefndarmönnum skulu hér aðeins tilgreindir greif-
amir Emst Schimmelmann og Christian Reventlow, en sá
fyrrnefndi réð þá mestu um stjóm fjármálanna í Danaveldi,
Carl Pontoppidan, er verið hafði einn af forstöðumönnum
konungsverzlunarinnar, C. U. D. Eggers, en þessir tveir síð-
astnefndu menn gáfu báðir út bækur um Island um þetta