Skírnir - 01.01.1959, Page 156
150
Sigfús Haukur Andrésson
Skirrnr
þessa útgerð. Nú, þegar selja átti skipin, var ákveðið, að þessi
fiskveiðiverðlaun skyldu fylgja þeim, ef hinir nýju eigendur
gerðu þau sannanlega út á þorskveiðar við Island yfir sumar-
mánuðina. Voru þau boðin með þess konar vaxtalausum af-
borgunarkjörum, að hægt var að borga þau með fiskveiðiverð-
laununum einum, og þess eins krafizt, að kaupendumir
tryggðu skipin árlega fyrir að minnsta kosti þá upphæð, sem
þeir áttu ógreidda af kaupverðinu.
Þótt þessi svonefnda frjálsa verzlun ætti ekki formlega að
hefjast fyrr en með árinu 1788, var mönnum á Islandi þó gef-
inn kostur á að taka við verzlunarstöðunum þegar í apríllok
1787, ef þeir létu frá sér heyra um það strax með haustskip-
unum 1786, eða í síðasta lagi með póstskipinu, sem færi frá
Islandi snemnxa vors 1787. Þeir gætu þá einnig sjálfir ákveð-
ið, hvaða vörur skyldi senda til þessara hafna, og yrðu þær
fluttar þangað þeim að kostnaðarlausu, nema matvömr, sem
þeir yrðu að borga tryggingar- og flutningsgjald fyrir. Að öðm
leyti fengju þeir vömrnar á innkaupsverði. Loks var því lofað,
að engin verzlun myndi verða rekin fyrir konungsreikning
sumarið 1787 á þeim verzlunarstöðum, sem einstaklingar hefðu
tekið við.
Svo virðist sem sölunefndin hafi talið það víst, að langflestir
kaupmanna myndu taka þessum tilboðum, enda höfðu nefnd-
armenn sem aðilar að landsnefndinni síðari átt þátt í að
semja þær tillögur um lausn verzlunarhaftanna, sem auglýs-
ingin frá 18. ágúst 1786 var byggð á. Af mörgum ástæðum
virtist það líka heppilegasta leiðin, að kaupmennirnir á íslandi,
sem flestir voru danskir, héldu áfram að verzla þar á eigin
spýtur, er verzlun konungs hætti, úr því að sárafátt var af
Islendingum, sem nokkuð kunnu til verzlunarstarfa, og því
ólíklegt, að um yrði að ræða neina teljandi þátttöku af þeirra
hálfu í fríverzluninni, að minnsta kosti í fyrstu lotu. Kaup-
menn þessir voru kunnir landsháttum á Islandi, og margir
þeirra höfðu fengið á sig gott orð hjá stjórn einokunarverzl-
unarinnar fyrir dugnað og samvizkusemi. Með því að láta þá
hafa verzlunareignimar á fslandi og skipin með vægum kjör-
um var það tryggt, að verzluninni yrði haldið áfram á íslenzku