Skírnir - 01.01.1959, Page 157
Skímir Eignir einokunarverzlunar konungs á íslandi 151
höfnunum, og á þennan hátt losnaði konungssjóður líka við að
greiða þessum starfsmönnum eftirlaun. f 30. grein auglýsing-
arinnar er nefnilega talað um, að kaupmenn geti vænzt ein-
hverra eftirlauna með því skilyrði, að þeir búi áfram í land-
inu, en þó var það alls ekki ætlunin að veita þeim eftirlaun,
ef þeir tækju við eignum verzlunarinnar á svona vægu verði.
Lausn þessara mála varð þó engan veginn eins einföld og
sölunefndin virðist hafa gert sér vonir um í upphafi, og það
mun hafa aukið verulega á erfiðleikana, að póstskipið, sem
flutti auglýsinguna til íslands ásamt bréfum til kaupmanna,
þar sem gerð var nánari grein fyrir tilboðunum, lenti í óvenju-
miklum erfiðleikum og hrakningum og náði ekki til Hafnar-
fjarðar fyrr en síðasta dag ársins 1786, þótt það legði af stað
frá Kaupmannahöfn síðast í ágústmánuði. Var þá eftir að
senda þessi bréf á allar verzlunarhafnir landsins, og áttu þeir
Levetzow stiftamtmaður og Stefán Þórarinsson amtmaður í
norðausturamtinu að annast þetta ásamt hlutaðeigandi sýslu-
mönnum. Svör kaupmanna áttu svo að vera tilbúin eigi síðar
en 30. apríl, en þann dag skyldu kaupmenn líka, hver á sínum
stað, gera talningu á vörum og öðrum eignum verzlunarinnar
undir umsjón sýslumanna. Svörin og skýrslur um talninguna
skyldu svo send hið skjótasta til Bessastaða, en póstskipið heið
þessara gagna í Hafnarfirði.
Þegar svör kaupmanna hárust til Hafnar, brá mönnum
heldur í brún í sölunefndinni. Aðeins Petersen kaupmaður á
Eyrarbakka og Plum aðstoðarkaupmaður í Ólafsvík tjáðu sig
fúsa að taka við verzlununum á þessum stöðum samkvæmt
fyrrnefndu tilboði, en gátu þó alls ekki sett tilskilda tryggingu
fyrir greiðslu skuldanna. Flestir aðrir kaupmenn kváðu sig
hafa haft allt of lítinn umhugsunarfrest í svona mikilvægu
máli og mátti það til sanns vegar færa um meirihluta þeirra.
Almennt töldu þeir afsláttinn á húsum, innanstokksmunum og
slíku of lítinn, þar eð flest af þessu væri gamalt og veðtrygg-
ingu gætu þeir enga sett af þeirri einföldu ástæðu, að þeir ættu
hvorki neinar teljandi eignir sjálfir né hefðu möguleika til að
útvega ábyrgðarmenn. Þetta atriði var og staðfest í bréfum
þeirra Levetzows stiftamtmanns og Stefáns Þórarinssonar amt-