Skírnir - 01.01.1959, Qupperneq 158
152
Sigfús Haukur Andrésson
Skírnir
manns um verzlunarmálin. Heldur en taka við verzlununum
með þessum kjörum, báðust kaupmenn þess að verða settir í
einhver önnur störf, sem þeir kynnu að vera hæfir til, eða
þeim yrðu veitt sæmileg eftirlaun.
Síðar í þessari grein mun verða vikið að ýmsum orsökum,
sem lágu til þess, að kaupmenn voru tregir til að hefja verzl-
unarrekstur á íslandi á eigin spýtur, en hér skal farið nokkr-
um orðum um þær eignir hér á landi, sem þeim voru boðnar
til kaups og þá staðhæfingu þeirra, að verðið á þeim væri of
hátt. Húsin höfðu verið byggð á ýmsum tímum og síðan geng-
ið kaupum og sölum milli þeirra félaga, sem rekið höfðu verzl-
un á Islandi, og svipað má segja um margt af áhöldum og
innanstokksmunum. Þegar Almenna verzlunarfélagið varð að
hrökklast héðan árið 1774 og konungur tók verzlunina að sér,
keypti hann þessar eignir, en síðan hafði verið byggt allmikið
af húsum og að sjálfsögðu átt sér stað einhver aukning og
endurnýjun á innanstokksmunum og áhöldum, einkum vegna
þeirrar breytingar, sem gerð var á verzlunarháttunum árið
1777, er ákveðið var, að kaupmenn skyldu hafa vetursetu á
höfnunum. Þurfti þá bæði að byggja íbúðarhús fyrir þá og
fleiri vörugeymsluhús, og var meirihluti þessara húsa úr
timbri, þótt allmörg dæmi væru til þess, að vörugevmsluhús
væru byggð úr torfi og grjóti eftir íslenzkri fyrirmynd, eink-
um á hinum smærri verzlunarstöðum. Misjafnlega vel var
auðvitað vandað til þessara húsa, og fór það eigi alllítið eftir
hirðusemi kaupmannanna á hinum ýmsu höfnum, hversu
endingargóð þau voru sem og því, hve húsastæðin voru hagan-
lega valin, en á því virðist víða hafa verið mikill misbrestur.
Raunverulegt verðmæti húsanna var því ærið misjafnt á hin-
um ýmsu höfnum og sama er að segja um áhöld og innan-
stokksmuni. 1 auglýsingunni frá 18. ágúst 1786 voru þessar
eignir boðnar til sölu fyrir helming þess verðs, sem þær voru
skráðar á í verzlunarbókunum, eða með öðrum orðum fyrir
helming nafnverðs. Var nafnverð þess, sem konungur hafði
keypt af Almenna verzlunarfélaginu árið 1774, kaupverðið að
viðbættum öllum þeim kostnaði, er síðan hafði orðið vegna
nauðsynlegra viðgerða, en nafnverð húsa, sem síðan höfðu