Skírnir - 01.01.1959, Qupperneq 159
Skírnir
Eignir einokunarverzlunar konungs á Islandi
153
verið byggð, var miðað við kostnað á efni og vinnu við að
koma byggingum þessum upp ásamt síðari viðhaldskostnaði.
Útgjöld við flutning á byggingarefninu til landsins voru bins
vegar ekki talin með, en þau taldi sölunefndin það mikil, að
það væri í rauninni gjafverð, sem húsin voru boðin fyrir, og
þó að sum húsin væru léleg, bættu þau hús, er voru í góðu
ásigkomulagi, það margfaldlega upp. Gegn þessari staðhæf-
ingu bentu kaupmenn á það, að því eldri sem húsin væru,
þeim mun hærra væri nafnverð þeirra vegna síaukins við-
gerðarkostnaðar, sem alltaf bættist við hið upphaflega verð.
Töldu þeir því í svörum sínum, að ekki væri gefandi nema
þriðji hluti nafnverðs fyrir þessar eignir.
Viðbrögð kaupmanna komu sölunefndinni í allmikinn vanda,
því að í áætlununum um hið nýja verzlunarfyrirkomulag
hafði verið gert fastlega ráð fyrir því, að mestur hluti þessara
manna tæki við verzlunarrekstrinum á fslandi, enda var það
trú nefndarmanna og annarra ráðandi manna, sem um þessi
mál f jölluðu, að einmitt sú lausn væri heppilegust fyrir íslend-
inga, þar eð þessir kaupmenn einir höfðu persónuleg kynni af
öllum lifnaðarháttum þeirra og atvinnuvegum. Nefndin ákvað
því í skyndi að gera nokkrar breytingar á kjörum þeim, sem
kaupmönnum höfðu verið boðin, og skrifaði þeim 24. júlí 1787
með skipi, sem þá var á förum til íslands. Mikilvægustu breyt-
ingamar voru þær, að innanstokksmunir og áhöld verzlunar-
húsanna voru nú boðin fyrir einn þriðja hluta nafnverðs,
vörur, sem skemmdar reyndust við talningu, sem fram færi
um næst komandi áramót, kynnu þeir að geta fengið á sér-
stöku matsverði eða losnað við að taka þær, og síðast en ekki
sízt var veðtryggingarákvæðið fellt niður að öðm leyti en
því, að konungssjóður skyldi hafa fyrsta veðrétt í öllum þeim
verzlunareignum, sem kaupmenn tækju við og öllu verðmætu,
er þeir ættu eða kynnu að eignast, þar til skuldin hefði verið
greidd að fullu. Vegna þeirrar auknu áhættu, sem því fylgdi
að láta eignimar á þennan hátt, taldi nefndin sig hins vegar
ekki geta gefið 5 ára greiðslufrest, eins og áður hefur verið
boðið, heldur yrðu afborganir að byrja þegar árið 1790, er
einn tíundi hluti skuldarinnar skyldi borgaður o. s. frv. Tækju