Skírnir - 01.01.1959, Qupperneq 161
Skírnir Eignir einokunarverzlunar konungs á íslandi 155
til verzlunar og fiskveiða við ísland. Þetta atriði, sem var einn
þátturinn í viðleitni nefndarinnar að örva siglingar til íslands
sem víðast að úr ríkjum konungs, svo að þessi frjálsa verzlun,
sem boðuð var, yrði sem fyrst að veruleika, er nefnt hér vegna
þess, að það var af eðlilegum ástæðum eigi alllitill þymir í
augum kaupmanna á Islandi, sem nú var boðið að byrja þar
verzlun fyrir eigin reikning.
Auk þess sem áður er getið um fiskveiðiverðlaunin, sem
fylgdu með í sölunni á skipum konungsverzlunar, vora gefn-
ar út konunglegar tilskipanir í janúar og júní 1787 um nokk-
ur verðlaun til handa öllum þeim þegnum konungs, sem
stunduðu þorskveiðar við Island. Átti síðari tilskipunin að
gilda í 10 ár, og var leyfilegt að reka verzlun við landsmenn
jafnhliða fiskveiðunum, þótt slíkir lausakaupmenn, eins og
þeir nefndust, af því að þeir ráku ekki stöðuga verzlun í land-
inu, mættu ekki samkvæmt verzlunartilskipuninni frá 13.júní
1787 verzla nema 4 vikur samfleytt á hverri höfn. Til að
uppörva kaupsýslumenn í ríkjum konungs til slíkra verzl-
unarferða, eða til að athuga möguleika á að setja upp fasta
verzlun á Islandi, lét sölunefndin þeim á árunum 1787—89
falar með góðum kjörum þær íslenzkar útflutningsvörur, sem
verzlun konungs átti á íslenzku höfnunum. Kaupmenn í Nor-
egi sendu nokkur skip til fslands þegar á árinu 1787, samtök
kaupmanna í Altona byrjuðu þá verzlun á ísafirði, og ýmis-
legt fleira benti til þess, að hinir gömlu einokunarkaupmenn
á íslandi yrðu þar ekki einir um hituna, ef þeir færu að verzla
þar á eigin spýtur. Þótt slík sarnkeppni væri auðvitað æski-
legust fyrir fslendinga, var hún frá sjónarmiði kaupmanna
aðeins ofanálag á margvíslega aðra áhættu, sem fylgdi verzl-
unarrekstri á íslandi, og atburðir undanfarinna ára höfðu
sýnt það greinilega, hve áhættusöm þessi verzlun gat verið.
er framleiðsla landsmanna hafði brugðizt að meira eða minna
leyti. Hið eina verzlunarfyrirkomulag, sem þessir kaupmenn
voru líka verulega vanir, var hin konunglega einokun, þar
sem samkeppni var útilokuð og tap, ef það varð, kom ekki
niður á þeim sjálfum. Það var því mjög eðlilegt, að margir
þeirra, einkum þeir, sem komnir voru á efri ár, væru hikandi