Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 162
156
Sigfús Haukur Andrésson
Skírnir
við þátttökuna í þessari svo nefndu frjálsu verzlun og vildu
að minnsta kosti komast að eins góðum kjörum hjá sölunefnd-
inni og frekast mátti verða, ef þeir hættu sér út í hana. Vert
er og að hafa það í huga, að meirihluti kaupmanna hefur varla
unað hag sínum sérlega vel í fásinninu norður á Islandi, og
hefðu því margir þeirra vafalaust heldur kosið að snúa heim
til Danmerkur, ef veiting eftirlauna til þeirra hefði ekki verið
bundin því skilyrði, að þeir byggju áfram á íslandi. Ræðir
sölunefndin oft um það í bréfum sínum til stjórnardeildanna,
að það sé mikilvægt fyrir viðgang atvinnuveganna í landinu,
að þessir menn búi þar áfram. Sú sárabót fylgdi líka vistinni
á íslandi, að þar var að jafnaði litið upp til Dana, ekki sízt
kaupmanna, sem líka máttu sín löngum mikils hver á sínum
stað.
Kaupmenn virðast hafa haft allgóða samstöðu í samninga-
þófinu við sölunefndina, og mun henni brátt hafa orðið ljóst.
að gera yrði allmiklar breytingar á tilboðinu frá 24. júlí kaup-
mönnum í vil, til að saman næði. Fóru samningaumleitan-
irnar fram bréflega og við hvern einstakan kaupmann fyrir
sig, þótt fyrir kæmi, að kaupmenn gerðu sameiginlegar til-
lögur, og var það frá upphafi stefna nefndarinnar, að hver
kaupmaður tæki við þeim verzlunarstað, sem hann hafði starf-
að á, að svo miklu leyti sem því varð við komið. Kröfur kaup-
manna voru í meginatriðum svipaðar. Þeir töldu húsin of dýr,
margt af innanstokksmunum og áhöldum væri lélegt eða ónýtt,
ýmislegt af þeim innfluttu vörum, sem þeir áttu að taka við,
gamalt og skemmt og því lítt seljanlegt, og loks, að þeir vrðu
að fá stærri upphæðir að láni í peningum en þeim hafði ver-
ið gefinn kostur á. Þetta síðasta atriði rökstuddu þeir með því,
að mjög lítið væri til af nauðsynjavörum á höfnunum á Is-
landi og þá skorti algerlega fé til að kaupa þær vörur, sem
til þyrfti. Sölunefndin hafði ekki að sinni nein gögn í hönd-
unum um þetta atriði og varð því að taka kaupmenn trúan-
lega, enda hafði verzlunarstjórnin árið áður sent tiltölulega
minna en venjulega af ýmsum vörum til íslands, meðal ann-
ars vegna þess að nokkrir lausakaupmenn ætluðu þá að sigla
til landsins svo sem fyrr var getið. Féllst nefndin því á að