Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 163
Skímir Eignir einokunarverzlunar konungs á Islandi 157
veita kaupmönnum allrífleg peningalán og enn fremur 200
rikisdali að gjöf hverjum kaupmanni, og skyldi sú gjöf koma
í stað tilboðsins í auglýsingunni frá 18. ágúst 1786, þar sem
þeim var boðinn ókeypis flutningur frá Kaupmannahöfn á
ýmsum vörum til hafnanna á fslandi, hefðu þeir tekið við
verzlunarrekstrinum þar fyrir sinn reikning þegar vorið 1787.
Þá var verðið á húsunum lækkað niður í einn þriðja hluta
nafnverðs og fallizt á ýmsar frekari ívilnanir varðandi
skemmdar vörur og lélega eða gagnslausa innanstokksmuni og
þess háttar en boðið hafði verið í bréfinu frá 24. júlí 1787.
Um vörurnar setti nefndin þó það skilyrði, að ef yfirvöldin
á íslandi, sem sjá áttu um afhendingu verzlunareignanna,
létu kaupmenn sleppa við að taka eitthvað af þeim, yrðu
kaupmenn að sjá um flutning á þessum skemmdu vörum til
Kaupmannahafnar, og reyndi hún þannig að koma í veg fyrir,
að yfirvöldin yrðu of eftirgefanleg eða kaupmenn fram úr
hófi vandfýsnir. Hins vegar tók nefndin ekki í mál að veita
þeim lengri frest til að byrja afborganir af skuldunum en til
ársins 1790, en gaf þó í skyn, að gerðar kynnu að verða und-
antekningar frá þessu, ef einhver sérstök óhöpp bæri að hönd-
um. Ef kaupmenn á hinn bóginn borguðu skuldirnar fyrir til-
skilinn tíma, var þeim lofað 4% vaxtauppbót, þótt þeim sjálf-
um bæri aftur á móti ekki að greiða neina vexti af því, er
þeir höfðu fengið að láni.
Mikið þjark varð milli sölunefndarinnar og kaupmanna um
það, hvort verzlanimar yrðu afhentar þeim frá ársbyrjun
1788 að telja eða samkvæmt sérstöku uppgjöri við komu þeirra
til landsins þá um sumarið. Vildi nefndin heldur hið síðara
og taldi það með réttu auðveldara viðfangs, þar eð í fjarveru
kaupmanna höfðu aðrir, sem yfirvöldin á Islandi höfðu sett
til, veitt verzlununum forstöðu. Auk þess var nefndinni Ijóst,
að þannig fengju kaupmenn minna vörumagn en ella og vrði
þá áhætta konungssjóðs þeim mun minni. Sumir kaupmenn
létu undan nefndinni í þessu, en aðrir sátu fast við sinn keip,
enda höfðu þeir af ásettu ráði talið vömbirgðirnar á höfnum
þeim, sem til stóð, að þeir tækju við, minni en raun var á.
Þetta var augljós gróði fyrir þá, þar eð þeir áttu að fá þessar