Skírnir - 01.01.1959, Page 165
Skírnir Eignir einokunarverzlunar konungs á Islandi 159
amtmanni, að slíkar skaðabætur kæmu ekki til greina. 1 svör-
um sínum við kvörtunum kaupmanna yfir þessu minnti sölu-
nefndin þá hins vegar á, að þeir hefðu ekki gefið réttar upp-
lýsingar um vörubirgðirnar á höfnunum og þannig herjað út
meiri peninga að láni en ástæða var til, að þeir fengju. Hefðu
þeir því ekki yfir neinu að kvarta. Annars brá hún konungs-
valdinu fyrir sig og benti á, að samningarnir við kaupmenn
hefðu verið gerðir í von um samþykki konungs og nú hefði
honum þóknazt að úrskurða þetta svona. Urðu kaupmenn að
láta sér þetta lynda.
Með konungsúrskurði 23. apríl 1788 var alls ráðstafað 18
af hinum gömlu verzlunarstöðum samkvæmt fyrmefndum
tillögum sölunefndarinnar, auk þess sem einn af undirkaup-
mönnum konungsverzlunarinnar fékk aðstoð til að koma upp
verzlun á Siglufirði, þar sem ekki hafði verið rekin verzlun í
tíð einokunarinnar. Víðast hvar tóku kaupmenn við þeim verzl-
unarstöðum, sem þeir höfðu áður starfað á, þótt einstöku und-
antekningar yrðu frá því og nokkrir kaupmenn treystust ekki
til þátttöku í fríverzluninni. Auk verzlunareignanna á höfn-
unum fengu kaupmenn að minnsta kosti eitt skip hver af húkk-
ortum og skútum konungsverzlunarinnar. Fáeinir fengu meira
að segja eina húkkortu og eina skútu, en húkkortumar vom
yfirleitt milli 40 og 50 stórlestir og skúturnar innan við 20
stórlestir. Var þessi skipaeign kaupmönnum mjög mikils virði,
þar eð verzlunarrekstur þeirra hefði verið lítt hugsanlegur að
öðrum kosti. Aðstaða þeirra til að notast við leiguskip var
nefnilega þeim mun erfiðari sem eingöngu mátti nota skip, er
þegnar Danakonungs áttu, til flutninga að og frá fslandi sam-
kvæmt verzlunartilskipuninni.
Þótt það væri stefna sölunefndarinnar, að kaupmenn á fs-
landi fengju verzlunareignimar þar öðmm fremur, taldi hún
samt heppilegt að gera öðmm þegnum konungs fært að setja
upp verzlanir í landinu, svo sem fyrr var getið. Þannig seldi
hún samtökum kaupmanna í Altona eignimar á ísafirði á
mjög vægu verði, og kaupmenn í sömu borg keyptu einnig
sitt pakkhúsið hvor í Hafnarfirði og Gmndarfirði. Af F.yja-
fjarðarverzlun, eins og verzlunin á Akureyri var þá jafnan