Skírnir - 01.01.1959, Page 168
162
Sigfús Haukur Andrésson
Skírnir
sem þegar hefur verið getið, umhugað, að aðrir þegnar kon-
ungs væru þar einnig með. 1 þessari greinargerð til konungs
lætur hún í ljós mikla ánægju yfir því, að á síðastliðnu ári
hafi tveir kaupsýslumenn frá Björgvin byrjað að koma sér
upp bækistöðvum á Islandi til fiskveiða og verzlunar, annar
á Eskifirði, en hinn við ísaf jarðardjúp, og sá þriðji muni vænt-
anlega setja upp bækistöð sunnanlands á þessu ári (1789). 1
upphafi var þannig að því stefnt af hálfu ráðandi manna um
Islandsmál, að frjáls samkeppni væri ríkjandi í verzluninni á
Islandi að svo miklu leyti sem slikt var hægt innan takmarka
verzlunarlaganna frá 13. júní 1787. Að tillögu sölunefndar-
innar voru í þessum tilgangi sett sérstök ákvæði vorið 1788
um, að fastakaupmenn á höfnunum á Islandi gætu ekki mein-
að aðkomukaupmönnum afnot af höfnunum og legufærunum
þar né heldur meinað þeim að verka fisk sinn í landi. Eigi leið
þó á löngu, þar til tekið var í vaxandi mæli að túlka verzlunar-
lögin fastakaupmönnum í hag, er erfiðleikar gerðu vart við sig
i verzlunarrekstrinum og þeim hafði tekizt að sannfæra stjórn-
ina um það, að þeir þyldu ekki ótakmarkaða samkeppni lausa-
kaupmanna. Þannig virtist brátt verða allmikil hætta á því,
að verzlunarfrelsi það, sem lofað hafði verið í byrjun, yrði
ekki nema nafnið tómt.
Hér hefur verið leitazt við að gera grein fyrir sölunni á
eignum einokunarverzlunar konungs á Islandi á árunum 1788
—89, eins og hún fór fram í aðalatriðum. Kaupendur þessara
eigna voru, eins og þegar hefur verið rætt um, langflestir
danskir. Að vísu starfaði eitthvað af íslendingum hjá kon-
ungsverzluninni á súmum höfnunum og tveir að lokum sem
yfirkaupmenn. Það voru þeir Björn Thorlacius á Húsavík og
Hans Oddsson Hjaltalín á Búðum og Stapa. Dró Björn sig i
hlé, er konungsverzlunin hætti, en Hans tók við verzlununum
á Búðum og Stapa árið 1789. Annar íslendingur, Árni Jóns-
son, er starfað hafði við verzlunina á Eyrarbakka, gerðist
kaupmaður í Grindavik þetta sama ár. Sölunefndin hafði raun-
ar talið þann stað svo lítt hæfan til verzlunarreksturs vegna
erfiðra hafnarskilyrða, að réttast væri að leggja hann niður.
þar eð ekki væri svo ýkja langt til næstu hafna, Bátsanda.