Skírnir - 01.01.1959, Page 170
STEFÁN EINARSSON:
VÖTN RENNA UPP í MÓTI.
1 ævisögu Þorgils Gjallanda eða Jóns Stefánssonar (Þorgils
Gjallandi, Ritsafn IV, 171) kemst Amór Sigurjónsson svo að
orði: „Lesandanum finnst hann vera að tapa öllum áttum,
vötn taka að renna upp í móti, þegar því bregður fyrir, að
presti er lýst sem valmenni í sögunni um Hálegg.“ Hér er
villan og vötnin notuð í óeiginlegri merkingu.
En greinilega er villunni lýst í bók Benedikts Gíslasonar
frá Hofteigi, SmiSur Andrésson og þættir (1949, 131), í grein
um „Beinafundinn við Jökulsá" og silfursala, sem villtist og
varð úti:
„Saga hans byrjar á Dimmafjallgarði, í villu. Villan er
yfirleitt sjúkdómur, af sama tagi og sjóveiki. Menn verða
ringlaðir í höfðinu af áhrifmn hríðar og veðurs, og það svo
mjög, að mönnum finnst vatn renna upp á móti, og menn
þekkja ekki sinn eigin bæ, þó þeir „villist rétta leið“ heim á
hlað. Allt umhverfi stendur mönnum í liku viðhorfi og bók-
letur í spegli fyrir lesandann. Þessi sjúkdómur gengur svo
inn á svefnstöðvarnar, menn verða máttlausir og ósjálfbjarga
og sofna svo fast, að menn fá eigi vaknað aftur, og þá skeður
sú sorgarsaga, að fullhraustir menn fá eigi lifað af eina nótt
í frostbyl, þótt hvert lamb lifi margar. Óvilltum mönnum er
óhætt að sofna úti í hvaða veðri sem er og sannar Vilhjálmur
Stefánsson þetta í ferðabókum sínum. Hrollurirm vekur menn
fljótlega og menn skjálfa sér til hita og sofna aftur og svo
koll af kolli alla nóttina.“
Sýnilegt er, að Benedikt er hér að lýsa sálarástandi því,
sem Grikkir kölluðu paník og kenndu músik eða hljóðum