Skírnir - 01.01.1959, Page 174
DOKTORSRIT HARALDS MATTHÍASSONAR.
AndrnœlarœSa Halldórs Halldórssonar viS doktorspróf H.M.
30. maí 1939})
I.
Heimspekideild Háskóla íslands hefir falið okkur dr. Jakob
Benediktssyni að vera andmælendur við doktorspróf Haralds
Matthíassonar, það er fram fer í dag. Það er ef til vill óþarfi
að taka fram, að orðið andmælandi felur í sér, að okkur ber
að gera meira úr því, sem aðfinnsluvert er, en hinu, sem vel
er af hendi leyst. Við munum flytja mál okkar í samræmi
við þetta. Verk Haralds Matthíassonar fjallar bæði um sam-
tímalega setningafræði og sögulega. Við höfum skipt þannig
með okkur verkum, við dr. Jakob, að ég tek hið samtímalega
efni til meðferðar, en hann hið sögulega. Það merkir, að
hann mun einkum fjalla um fyrsta og síðasta kafla ritsins
og ýmsa þætti annarra kafla, þar sem vikið er að sögulegri
setningafræði, en ég mun reyna að gera skil þeirri kenningu,
sem bókin boðar og þeim grundvelli, sem sú kenning er reist á.
I bók sinni, Setningaformi og stíl, tekur praeses til með-
ferðar mjög merkilegt viðfangsefni og girnilegt. En enginn
skyldi ætla, að það væri auðvelt viðfangs. Það er mjög erfitt,
liggur á mörkum tveggja fræðigreina, setningafræði og stíl-
fræði, sem ekki er heiglum hent við að fást. Setningafræði
er og hefir um alllangt skeið verið umdeild fræðigrein. Eink-
um eru menn mjög ósammála um fræðiheitakerfi hennar,
og vík ég betur að því síðar. Margir vitrir menn og hálærðir
hafa skrifað stórar bækur til þess að gagnrýna það fræðiheita-
kerfi og yfirleitt þann grundvöll, sem setningafræði hefir ver-
ið reist á. En allt um það hefir ekki tekizt að skapa kerfi, sem
fræðimenn geti almennt orðið sammála um. Ég veit ekki til,
1) Andmœlaræða dr. Jakobs Benediktssonar birtist í Lingua Islandica
— fslensk tunga 1959.