Skírnir - 01.01.1959, Qupperneq 175
Skírnir
Doktorsrit Haralds Matthíassonar
169
að fræðiheitakerfi setningafræðinnar hafi verið tekið verulega
til umræðu á málfræðingaþingum síðan 1911, en þá gerðu
enskir málfræðingar samþykktir um þessi efni. Ég mun síðar
drepa nokkuð á þetta. Ég bendi hér á þetta til þess að sýna,
að þeim, sem um setningafræði rita, er mikill vandi á hönd-
um.
Bók doktorsefnis, Setningaform og stíll, ber vitni um mikla
elju, mér liggur við að segja óþrjótandi elju. Hann hefir viðað
að sér geysimiklu efni. Hann hefir athugað rúnaristur, islenzk
bókmenntarit frá öllum öldum Islandsbyggðar, bamamál nú-
tímans, ræður þingmanna, tekið orðrétt upp samtöl manna,
yfirleitt reynt að athuga sem flestar tegundir málforms á sem
lengstu tímabili. Fyrir þetta á hann miklar þakkir skildar.
En það má margt fleira gott segja um ritgerð doktorsefnis
en það, að liann hafi viðað að sér miklu efni. Efnissöfnun er
að vísu mikilvægt atriði við samningu fræðilegrar ritgerðar,
en hún sker ekki úr um það, hvort hún hafi sjálfstætt gildi.
CJrvinnslan þarf einnig að vera þess kyns, að viðhlítandi sé.
Ég vil alls ekki draga dul á, að ég er mjög ósammála praeses
um mörg atriði. En ég viðurkenni fúslega, að að baki bókar
hans liggur mikil hugsun. Hann tekur greindarlega á efninu,
og enginn velkist í vafa um, að hann hefir til að bera mikla
fræðimannlega hæfileika.
Þá ber þess að geta, að meðferð höfundar á textum þeim,
sem hann vitnar til, er yfirleitt gallalítil. En hinu ber ekki
að neita, að tilvitnanir hans til fræðirita gefa stundum vill-
andi hugmynd um það, sem höfundar þeirra vildu sagt hafa.
Ég rökstyð þetta ekki nánara, enda er þeim, sem bókina lesa,
hægurinn hjá að fletta upp þeim stöðum, sem til er vitnað.
Formleg atriði eru yfirleitt vel úr garði gerð. Þó má finna
of margar prentvillur, og stundum gætir ósamkvæmni um
önnur formsatriði. En þetta skiptir engu höfuðmáli, og læt ég
það því afskiptalaust.
1 fyrsta kafla rits síns ræðir praeses um upphaf og þróun
aukasetninga og kemst þar að þeirri niðurstöðu -— eins og
raunar margir fræðimenn, sem um þessi efni hafa áður ritað
—, að aukasetningar séu komnar af aðalsetningum. Um þetta