Skírnir - 01.01.1959, Side 176
170
Halldór Halldórsson
Skírnir
mun ég ekki fjölyrða, því að dr. Jakob Benediktsson mun,
eins og ég hefi áður sagt, gera þessu efni skil.
Ég sný mér þá að þeim fræðilega grundvelli, sem kenn-
ingar doktorsefnis eru reistar á. Ég á við kenningamar um
hlutverk aukasetninga í málinu. Ef augum er rennt yfir
heimildaskrána, kemur þegar í ljós, að praeses hefir ekki lagt
sig í líma við að kynna sér rit um almenn málvísindi, mál-
sálarfræði og málheimspeki. Æskilegt hefði verið, að praeses
hefði kynnt sér slík rit. En ég verð þó að efa, að hann hefði
haft mikið gagn af því. Ég ræð það af því, að praeses hefir
orðið fyrir undarlega litlum áhrifum af þeim ritum, sem þessi
efni snerta og hann vitnar til. Þetta áhrifaleysi doktorsefnis
er í senn styrkur hans og veikleiki.
Doktorsefni tekur ekki til meðferðar í ritgerð sinni skil-
greiningu hugtaksins setning. Ég deili ekki á hann fyrir það.
Að brjóta það hugtak til mergjar hefði verið efni í heila bók.
Hins vegar virðist mér skína út úr bók hans, að hann hefir
ekki gert sér ljóst, að fræðimenn greinir mjög á um skilgrein-
ingu þessa hugtaks. Til er bók eftir John Ries, útgefin í Prag
1931, og nefnist Was ist ein Satz? Ég hefi ástæðu til að ætla,
að praeses hafi ekki verið kunnugt um, að þessi bók er til hér
í bókasafni Háskólans.1) En þess ber að geta, að mörg vanda-
mál, sem Ries ræðir í sinni bók, eru tekin til meðferðar í
öðrum bókum, sem praeses vitnar til í heimildaskrá. Ég nefni
sem dæmi skemmtilega og hugmyndaríka bók, The Theory
of Speech and Language eftir Allan H. Gardiner. Ekki er sýni-
legt, að sú bók hafi haft nokkur áhrif á hugsanagang doktors-
efnis. Hér eru til mörg önnur rit, sem hefðu getað vikkað sjón-
hring doktorsefnis, en hann virðist annaðhvort ekki hafa lesið
eða ekki látið hafa áhrif á sig.
En snúum okkur næst að fræðiheitakerfi doktorsefnis. Ég
tel það í sjálfu sér ekki ádeiluvert, að hann skuli nota þetta
kerfi. En ég tel, að þá kröfu verði að gera til þeirra, sem
skrifa fræðilegar ritgerðir, að þeir geri sér góða grein fyrir
því fræðiheitakerfi, sem þeir nota. Ekki sízt á þetta við, ef
1) Við vömina kom í Ijós, að höf. vissi um bókina, en fullseint til þess
að nota hana.