Skírnir - 01.01.1959, Page 179
Skírnir
Doktorsrit Haralds Matthíassonar
173
og það er gert með því að bæta aukasetningu við til skýr-
ingar. . .. Þessi niðurröðun efnisatriða, að atriði eða inntak
sé ekki fullskýrt, þegar kemur að þeirri málsgrein, sem það
stendur í, og verði því að tengja við það skýrandi inntök, er
hér nefnd óbein efnisröð. (Bls. 113—114).
Nauðsynlegt er að gera sér ljóst, að ósjálfstæð aðalsetning
er ekki fullgerð taleining. Hún er aðeins setningarhluti eða
setningarhlutar í stærri einingu, þ. e. í málsgrein. Aukasetn-
ing er einnig ávallt setningarhluti í málsgreininni. Ef þetta
er haft í huga, er það „selvfolgelighed", að um annars konar
samband sé að ræða. Það mætti eins taka sjálfstæða aðalsetn-
ingu, lima hana niður í einstaka setningarhluta og sýna fram
á, að milli einstakra setningarhluta sé annars konar samband
— annars konar efnisröð — en milli allrar setningarinnar
og annarrar, sem áður væri komin. Þetta hggur svo í augum
uppi, að óþarft er að ræða það. Hinar löngu og margendur-
teknu orðræður doktorsefnis um beina og óbeina efnisröð
virðast því stafa af því, að hann hefir aldrei gert sér fyllilega
ljóst, að aukasetning er setningarhluti og ósjálfstæð aðal-
setning er ekki fullgerð taleining.
Eitt þeirra dæma, sem praeses notar til þess að skýra mun-
inn á beinni og óbeinni efnisröð, er þetta:
Bein efnisröð: Veðrið er gott; þess vegna kem ég. — Óbein
efnisröS: Ég kem, af því að veðrið er gott. (Bls. 114).
Um það má að visu deila, hvort fyrri málsgreinamar tvær
og síðasta málsgreinin segja nákvæmlega hið sama, en út í
þá sálma skal ekki farið hér. En ályktarorð praeses af þessu
dæmi og því, sem hann hefur áður um þetta efni sagt, verður
að taka til nánari athugunar. Þau em þessi:
Aukasetning verður því til vegna þess, að inntak setn-
ingar er ekki undirbúið til fulls, þegar það kemur inn i frá-
sögnina. Þessu undirbúningsleysi til uppbótar er þá bætt
við skýrandi inntökmn, sem verða þá i formi aukasetning-
ar, og efnisröð verður óbein. (Bls. 114).
Ef athuguð er nú málsgreinin Ég kem, af því að veðrið er
gott kemur í ljós, að ég kem er í þessu sambandi ekki full-
gerð málsgrein, heldur upphaf á málsgrein. Það vantar sem