Skírnir - 01.01.1959, Side 180
174
Halldór Halldórsson
Skírnir
sé hluta af málsgreininni. Hér er ekki um neitt undirbún-
ingsleysi að ræða, heldur hitt, að málsgreinin er ekki fullgerð,
fyrr en í hana eru komnir allir þeir setningarhlutar, sem tal-
andinn ætlast til, að í henni séu. Það mætti með sama rétti
taka ýmsa aðra setningarhluta en aukasetningar og segja, að
þeir yrðu til vegna undirbúningsleysis í málsgreinum, sem á
undan fara. Ef maður segir ég kem á morgun, mætti eins
segja, að setningarhlutinn á morgun komi vegna undirbún-
ingsleysis. Það hefði nefnilega vel getað komið fram í máls-
grein á undan, að miðað væri við þann tíma, t. d. á morgun
er sunnudagur, þá kem ég. Þetta væri sambærileg aðferð. En
athuga ber, að setningin ég kem á morgun er ekki fullgerð,
fyrr en liðurinn á morgun er í hana kominn.
Um skýringarsamband aukasetninga og aðalsetninga far-
ast praeses svo orð:
Eins og fyrr var sagt, veita aukasetningar margvíslegar
skýringar (sbr. alla flokka aukasetninga). En sé samband
tveggja setninga athugað, sést, að slíkt skýringarsamband
er eigi aðeins milli aðalsetningar og aukasetningar, heldur
einnig milli tveggja aðalsetninga. Fallorð getur fengið
ákvörðun sína frá aðalsetningu, og ákvarðar hún þá á sama
hátt og tilvísunarsetning. Aðalsetning getur greint orsök
annarrar aðalsetningar, sagt frá tilgangi, afleiðingu, ákvarð-
að tíma, verið til samanburðar o. s. frv. Aðalsetning getur
þannig veitt annarri setningu hverja þá ákvörðun, sem
aukasetning veitir. (BIs. 107).
Ég tel, að síðasta fullyrðingin sé fullafdráttarlaus. En lát-
um það liggja á milli hluta. En á því leikur enginn vafi, að
oft er hægt að segja hið sama — eða hér um bil hið sama
— í sjálfstæðri aðalsetningu eða aðalsetningum og í máls-
grein, sem gerð er af ósjálfstæðri aðalsetningu og aukasetn-
ingu. Þetta sýnir fjölbreytni málsins. Það mætti líka furðu-
legt heita, ef fullkomnari einingin, þ. e. málsgreinin eða sjálf-
stæða aðalsetningin, gæti ekki að minnsta kosti oft veitt skýr-
ingu, sem ófullkomnari einingin, aukasetningin, getur veitt.
Um þetta er ég í meginatriðum sammála praeses. Hins vegar
virðast mér dæmi þau, er hann nefnir, lítið segja. Hann ræðst