Skírnir - 01.01.1959, Page 181
Skírnir
Doktorsrit Haralds Matthíassonar
175
í að breyta málsgreinum úr bókum, sem hann hefir athugað,
til þess að styðja mál sitt. Á bls. 107 er þetta dæmi úr Eglu:
Steinarr sá þá þræl, er Þrándr hét; hann var allra manna
mestr ok sterkastr. Steinarr falaði þræl þann. Eg.s. 278.—
279. bls. (Bls. 107).
Síðan segir praeses, að setningin Steinarr falaSi þrœl þann
þarfnist skýringar í frásögninni. Ef frásögnin hefði hafizt á
þessari setningu, segir hann, að ekki hefði orðið hjá því kom-
izt að skýra orðin þrœl þann með tilvísunarsetningu, einni
eða fleirum. Að skoðun doktorsefnis hefði málsgreinin getað
orðið á þessa leið:
Steinar falaði þræl þann, er Þrándur hét og var allra
manna mestur og sterkastur. (Bls. 107).
Víst hefði mátt segja svipaðan hlut með þessum hætti. En
af orðum doktorsefnis er helzt að ráða, að málsgreinarnar á
undan séu um fram allt gerðar til þess að skýra orðin þræl
þann. En þessu er alveg öfugt farið. Orðin þrœl þann koma
inn vegna frásagnarinnar á undan. Ég leyfi mér að efa, að
höfundur Eglu hafi haft í huga setninguna Steinarr falaSi
þræl þann, þegar hann mótar setninguna Steinarr sá þá þræl.
Að minnsta kosti verður ekkert um það sannað.
Slíkur umsnúningur á setningum, sem sýnt hefir verið, að
praeses ræðst í og reisir kenningar sínar á, er óviðkunnan-
legur og raunar óþarfur. Það liggur í augum uppi, að í tali
manna er samhengi. Það er praeses að vísu ljóst. En hinu
virðist hann ekki gera sér grein fyrir, hvers vegna aðalsetn-
ing, sem ekki er málsgrein, er „eins og gripur, sem menn fá
í hendur hálf.smiðaðan“ (bls. 113—114), eins og hann kemst
að orði. Þetta stafar einfaldlega af því, að aukasetning er
setningarhluti og málsgreinin er ekki fullgerð, fyrr en allir
setningarhlutar eru í hana komnir.
Niðurstaða mín er þessi: Efnisröð málsgreina er ekki sam-
bærileg við efnisröð ósjálfstæðrar aðalsetningar og aukasetn-
ingar. Hér er verið að bera saman óskyldar einingar. Enginn
skyldi ætla, að ég sé einn um þessa skoðun. Ég get tímans
vegna ekki vitnað til margra rita, en vil þó benda á, að John
Ries fjallar um þetta í bók sinni Was ist ein Satz? Hann segir: