Skírnir - 01.01.1959, Síða 185
Skírnir
Doktorsrit Haralds Matthiassonar
179
sé um að ræða geysilegan vöxt þeirra liða, sem hægt er að
fela í nafnorðsleg inntök. I málsgreininni drengurinn, sem
jékk verSlaunin, heitir Jón er tilvísunarsetningin ígildi lýs-
ingarorðs. En ekki er til neitt lýsingarorð, sem hægt er að tjá
hið sama með. Hér er þannig um að ræða vöxt þeirra liða,
sem fela svipað í sér og lýsingarorð. 1 málsgreininni ég sofn-
a!5i, þegar Ijósin slokknuðu tekur aukasetningin fram um tíma,
gegnir með öðrum orðum sams konar hlutverki og sumir at-
vikslegir liðir. Hér ber því enn að sama brunni. Við tilkomu
aukasetninga vaxa möguleikarnir á að tjá hugsun sína af
nákvæmni.
Eins og áður er sagt, tekur praeses það fram á bls. 114, að
aukasetning verði til „vegna þess, að inntak setningar er
ekki undirbúið til fulls, þegar það kemur inn í frásögnina“.
Þetta ítrekar hann á bls. 172, þar sem segir:
1 II. kafla var sýnt fram á, að orsök aukasetningar er
raunverulega ein, þ. e. að inntak setningar kemur fram áður
en sögð hefir verið hver sú setning eða málsgrein, sem standa
þarf í formlegu skýringarsambandi við hana. (Bls. 172).
Ég hygg þetta ekki rétt, eins og ég hefi raunar vikið að
áður. Mín skoðun er sú, að aukasetning verði að jafnaði til
vegna þess, að ekki eru til önnur orð eða orðasambönd, sem
gegnt geta svipuðu hlutverki í málsgreininni, til þess að tjá
nákvæmlega hið sama og aukasetningin getur gert. En með
þessu er ekki sagt, að ekki sé í vissum tilvikum hægt að móta
málgreinamar á einhvern allt annan hátt og fá svipað fram.
Skylt er að geta þess, að praeses minnist oftlega á það í rit-
gerð sinni, að aukasetningar hljóti að hafa orðið til fyrir ein-
hverja þörf. En ég fæ ekki séð, að honum sé ljóst, hver þessi
þörf er. Þó virðist mér þetta liggja nokkuð ljóst fyrir, ef menn
hafa gert sér grein fyrir hlutverki aukasetninga, þótt ekki sé
dýpra lagzt en ég hefi gert hér að framan. Þörfin er þessi:
Málið með sinn takmarkaða forða af nafnorðum, lýsingar-
orðum og atviksorðum sker hugsun mannsins of þröngan stakk.
Þau nægja ekki alltaf. Við eigum ekki nafnorð, lýsingarorð
og atviksorð yfir allt það, sem samkvæmt kerfi málsins er