Skírnir - 01.01.1959, Page 186
180
Halldór Halldórsson
Skírnir
eðlilegt að tjá með orðum af þessari gerð. Þess vegna er grip-
ið til annarra ráða. Heil orðasambönd — þeirra á meðal svo
nefndar aukasetningar — eru látin taka að sér sams konar
hlutverk og þessir orðflokkar, ef skortur er á orðum til þess
að segja það, sem segja á. Þetta er samkvæmt minum skiln-
ingi meginatriði. Og mér virðist undarlegt að finna hvergi í
bók, sem fjallar að verulegu leyti um hlutverk aukasetninga,
neitt í þessa átt. Á bls. 2 í bókinni segir þó, að önnur af tveim-
ur spurningum, sem reynt verði að svara í ritgerðinni, sé
þessi: Hvers vegna eru aukasetningar notaðar?
II.
I III. kafla bókar sinnar, Stíláhrifum setningaforms, kemur
praeses fram með þær reglur, sem hann greinir síðan stíl-
einkenni rithöfunda eftir í síðasta kafla ritsins Þessi kafli
er að verulegu leyti reistur á niðurstöðum II. kaflans, sem
þegar hefir verið rætt um.
I III. kafla eru sett upp hlið við hlið stíleinkenni aðalsetn-
inga og aukasetninga. Það er sem sé haldið áfram á sömu
braut og áður, að telja aðal- og aukasetningar „zwei ver-
schiedene, nebengeordnete Arten der Gattung Satz“. Hér eru
ekki tök á að rekja efni kaflans í heild, en vikið skal að nokkr-
um atriðum. Fyrst er rætt um stíleinkenni aðalsetninga, og
skal ég láta það, sem um það efni er rætt, afskiptalaust. Síðan
fjallar praeses um stíleinkenni aukasetninga. Greinir hann
fyrst frá efnislegum ástæðum þess, að notaðar eru aukasetn-
ingar. Þessar ástæður telur hann fjórar: a) að aukasetning feli
í sér skýringu (bls. 120—121), b) að aukasetning feli í sér
endurtekningar og þekktar staðreyndir (bls. 121—123), c) að
aukasetning sé óákveðnari en aðalsetning (bls. 123—124),
d) að aðalatriði sé í aukasetningu (bls. 125—129).
Ég mun nú víkja lítillega að c)lið og d)lið. Á bls. 123 seg-
ir praeses: „Aukasetning er oft algerlega óákveðin“. Með orð-
inu „óákveðinn“ á hann við, að ekki sé ákveðið „hvort eða
að hve miklu leyti það eigi sér stað, sem í setningunni segir“.
Hann tekur dæmi um nokkrar tegundir setninga, en virðist
mjög hafa í huga skilyrðissetningar, enda reynist honum erf-