Skírnir - 01.01.1959, Síða 187
Skírnir
Doktorsrit Haralds Matthíassonar
181
itt að endursegja efni slíkra setninga í aðalsetningum1). Þetta
sýnir m. a., hversu tilkoma aukasetninga hefir verið mikil-
væg fyrir þróun málsins. Aukasetningarnar gera mönnum
léttara fyrir að tjá abstrakt hugsun og röklegt samhengi. En
það eru fleiri setningar en skilyrðissetningar, sem praeses tel-
ur „algerlega óákveðnar“. Ég get ekki stillt mig um að taka
eitt dæmi, sem hann minnist á:
Þessa sýningu getur enginn, sem yndi hefur af myndlist,
látið framhjá sér fara. Tíminn 14. sept. 1952, 8. bls. (Bls.
123).
Hér er það setningin sem yndi hefur af myndlist, sem sam-
kvæmt kenningu doktorsefnis er „algerlega óákveðin‘“. Lát-
um það liggja milli hluta. En athuga ber, að hún er ekki sjálf-
stæð heild. Hún er hluti af frumlagi málsgreinarinnar, en
það er enginn, sem yndi hefur af myndlist. Með því að rífa
hlutina þannig út úr sínu rétta samhengi má vitanlega kom-
ast að ýmsum niðurstöðum, Hér mætti í stað aukasetningar-
innar setja nafnorð, t. d. myndlistarunnandi.
Þá vík ég að d)lið þessa þáttar III. kaflans (bls. 125—129).
Þar heldur praeses því fram, að aðalatriði geti verið fólgið í
aukasetningu. Hvergi verður honum tíðræddara en hér um
það, að aukasetning geti verið setningarhluti miðað við aðal-
setningu, en þó er eins og hann dragi aldrei af þessu þær
ályktanir, sem ég tel eðlilegar. Ég skal nú víkja að dæmi, sem
praeses tekur:
Hann sagði að hann kæmi. (Bls. 126).
Eins og praeses tekur réttilega fram, mynda þessar setn-
ingar eina heild. Ég vil ekki halda því fram, að aS hann kcemi
sé aðalatriði málsgreinarinnar, en það er að minnsta kosti
mjög mikilvægt atriði. En hvers vegna er aukasetningin mik-
ilvæg? Einfaldlega af því að hún er andlag. Praeses ýjar að
vísu í þessa átt, en hann dregur ekki af þessu þá ályktun, að
það skiptir máli fyrir mikilvægi aukasetningar, hver setn-
ingarhluti hún er í málsgreininni.
1)1 þessu sambandi skiptir ekki máli, þótt í lagamáli komi fyrir máls-
greinar af þessu tæi: Nú drepur maður þræl og skal þá .. . Um það má
líka deila, hvort telja skuli fyrri setninguna aðalsetningu.