Skírnir - 01.01.1959, Blaðsíða 188
182
Halldór Halldórsson
Skírnir
Ég hefi nú rætt nokkuð um fyrsta þáttinn í III. kafla, þann
sem fjallar um efnislegar ástæður aukasetninga. Ég gæti hald-
ið áfram og rakið hina þættina: Setningatengsl, StílfræSiIegar
ástœSur og Stílvenju. Ég sé þó ekki ástæðu til að gera það.
Þótt víða séu skarplegar athugasemdir, er ég í heild tortrygg-
ur á niðurstöður doktorsefnis, af því að alltaf vakir fyrir hon-
um, að aðal- og aukasetningar séu „zwei verschiedene, neben-
geordnete Arten der Gattung Satz“.
En það eru tvö önnur atriði í þessum kafla, sem mig langar
til að minnast á. Á bls. 138—139 segir svo:
Sagnfylling er oft mikilsverðasti hluti setningar, einkum
með sögninni aS vera. Sé frumlag í setningunni, táknar það
hlutinn, sem á að lýsa. Sagnfyllingin lýsir. Umsögnin getur
þá verið eins og nokkurs konar samtengingarorð frumlags
og sagnfyllingar. Allmisjafnt er mikilvægi frumlagsins í
slíkum setningum. Það getur verið mjög nauðsynlegt í frá-
sögninni. (Bls. 138—139).
Kenningar doktorsefnis um það, hver sé mikilsverðasti hluti
setningar, eru nokkuð á reiki. I orðum þeim, sem til var vís-
að, er því haldið fram, að sagnfylling sé oft mikilsverðasti
setningarhlutinn. Nokkru fyrr í bókinni er talið, að aukasetn-
ing geti verið aðalatriði (bls. 125—129), eins og nýlega var
vikið að. Og á bls. 125, á sama stað og talið er, að aukasetning
geti verið aðalatriði, segir praeses orðrétt:
Nú er umsögn hverrar setningar í raun og veru ætíð
þungamiðja hennar. (Bls. 125).
Menn taki eftir, að á bls. 125 er því haldið fram, að um-
sögn sé ætíS þungamiðja setningar, á bls. 138—139, að um-
sögn geti verið nokkurs konar samtengingarorð frumlags og
sagnfyllingar. Ef athuguð eru dæmin í þættinum, þar sem
því er haldið fram, að aukasetning geti verið aðalatriði, sést,
að aukasetningamar eru fmmlög og andlög málsgreinanna
og raunar fleiri setningarhlutar.
Nú má vafalaust með nokkrum rétti halda því fram, að
einn setningarhluti geti verið öðmm mikilvægari og ekki ávallt
sá sami. En að telja á einum stað, að umsögn sé ætíS þunga-