Skírnir - 01.01.1959, Page 189
Skímir
Doktorsrit Haralds Matthíassonar
183
miðja setningar, en á öðrum, að hún sé í vissum tilvikum að-
eins samtengingarorð, er ekki samkvæmni.
Skólaspekingar notuðu orðið suppositum um það, sem við
nefnum frumlag, en appositum um það, sem við nefnum
umsögn. Einn skólaspekingur, sem uppi var á 12. öld, Petrus
Helias, sagði svo:
ad perfectionem locutionis duo sunt necessaria, scilicet
suppositum et appositum. Suppositum est illud de quo fit
sermo, .. . appositum est illud quod dicitur de supposito.
Þessi kenning hins gamla skólaspekings geymir vafalaust
sannan kjarna miðað við flestar málsgreinar í máli eins og
íslenzku og öðrum, sem svipuð eru að gerð, þ. e. frumlag og
umsögn eru oftast nauðsynlegir liðir málsgreina. í setningunni
Jón er sterkur er orðið sterkur hið mikilsverðasta að dómi
doktorsefnis. Þetta orð er með vondu nafni nefnt sagnfylling
í íslenzkum setningafræðiritum. En vitanlega er sagnfylling-
in hluti umsagnarinnar og svo greind víðast nema á Islandi,
þar sem menn hafa viljað þrengja umsagnarhugtakið meira
en góðu hófi gegnir. Skólaspekingurinn segir, að umsögn sé
það, sem um frumlagið er sagt. Og hvað er sagt um Jón í
dæminu, sem á var minnzt. Það eru orðin er sterkur. Setn-
ingin er þannig í rauninni tveir liðir: Jón, sem er frumlag,
og er sterkur, sem er umsögn. Ef menn vilja lima umsögnina
niður, geta menn það. En fram hjá því verður ekki komizt,
að setningin er samsett af tveimur heildum, og ég fæ ekki
betur séð en þessar heildir báðar séu jafnnauðsynlegar.
Þetta skýrir einnig það, sem áður var á minnzt, að auka-
setning geti verið aðalatriði. Ef aukasetning er t. d. framlag
málsgreinar, er hún einn af tveimur nauðsynlegustu liðum
hennar.
Hitt atriðið, sem ég tel nauðsynlegt að víkja að, er notkun
doktorsefnis á orðinu áherzla. Á bls. 138 ræðir praeses um
aukna áherzlu vegna aukasetningar og talar um, að efnisleg
áherzla dreifist við fjölgun aukasetninga. Orðið áherzla er hér
ekki notað í fræðilegri merkingu, heldur er átt við það að
gera mikið úr einhverju, gera eitthvað að aðalatriði. Á dönsku