Skírnir - 01.01.1959, Side 190
184
Halldór Halldórsson
Skírnir
mundi það kallað vœgt. En íslenzka orðið áherzla hefir einnig
fræðilega merkingu, á dönsku tryk. Það er óheppilegt i fræði-
riti að nota fræðilegt orð í ófræðilegri merkingu, einkum
þegar reynt er að setja á það fræðilegan blæ. Á ég þá sér-
staklega við þessa setningu:
Auðvitað má leggja áherzlu á frumlagið með auknum
þunga á því orði í mæltu máli, en hér er að sjálfsögðu átt
við þá áherzlu, er fylgir setningaforminu einu. (Bls. 139).
Vitanlega verður lesendum bókar fyrst fyrir að ætla, að
hér sé átt við setningaáherzlu, en svo mun ekki vera. Á setn-
ingaáherzlu er ekki minnzt í bókinni. Verður að telja það
galla á bók, sem fjallar um setningaform og stíl.
III.
Þá fer ég næst nokkrum orðum um IV. kafla bókar, Áhrif
málforms á aukasetningar. Þetta er að mínum dómi að flestu
leyti bezti kafli ritsins. Hann er reistur á merkilegum sjálf-
stæðum rannsóknum, og hugleiðingar doktorsefnis og niður-
stöður eru í flestum tilvikum skynsamlegar og trúlegar.
Fremst í kaflanum eru nokkrar hugleiðingar um samband
máls og hugsunar, og er þar aðallega stuðzt við ritgerða-
safnið Thinking and Speaking, sem G. Révész gaf út. Hér er
á ferðinni mjög erfitt viðfangsefni, sem vitanlega er ekki rætt
til neinnar hlítar, eins og ekki er von, en er góður inngangur
að því, sem síðar kemur.
Því næst ræðir praeses um ritmál og sýnir hinn mikla að-
stöðumun þess, er ritar, og hins, sem talar. Talandinn getur
beitt ýmsum ráðum, sem ritandinn ræður ekki yfir, svo sem
ýmiss konar látbragði. Talandinn hefir viðmælanda sinn við
höndina, getur endurtekið, ef misskilningur á sér stað o. s.
frv. Ritandinn verður því að vera skýrari, og hann hefir líka
betra tóm til þess. Þá telur praeses, að einstaklingseinkenna
gæti meira í riti. Það kann að vera, en ekki er ég sannfærður
um það.
Niðurstaða doktorsefnis er sú, að aukasetninga gæti nokkru
meira í ritmáli en talmáli, og virðist mér það trúleg niður-
staða, ef á heildina er litið, en sönnuð verður hún ekki.